Hlín - 01.01.1967, Side 118
116
Hlin
míns og móður minnar, og jeg hugsaði sjer í lagi til
hennar ömrnu minnar gömlu, sem var búin að kenna
mjer ótal vísur úr fornöld áður en jeg lærði að lesa. —
Jeg hugsaði og hugsa enn á þessari stundu til þeirra heil-
ræða, sem hún innrætti mjer barni: að gera öngri skepnu
mein, að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga mjer
þeir menn, sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sjer,
að gleyma aldrei, að þeir, sem hafa verið settir hjá í til-
verunni, — einmitt þeir, væru mennirnir, sem ættu skilið
alúð, ást og virðingu fólksins umfram aðra menn hjer á
íslandi.
Jeg lifði svo alla bernsku mína á íslandi, að miklir
menn, sem svo eru nefndir, og höfðingjar, voru aðeins
ævintýramynd og loftsýn, en umhyggja fyrir aðþrengdu
lífi var það siðferðisboðorð, sem í heimahögum mínum
eitt bar í sjer veruleikann.
Jeg minnist vina minna, ónafnkunnra, þeirra, sem í
æsku minni, og löngu eftir að jeg var orðinn fulltíða
maður, voru í ráðum með mjer um þær bækur, sem jeg
rjeðst í að skrifa. — Þar á meðal voru nokkrir menn, þótt
eigi væru atvinnurithöfundar, gæddir bókmentalegri
dómgreind, sem aldrei brást, og gerðu mjer ljós ýmis þau
höfuðatriði skáldskapar, sem stundum eru jafnvel snill-
ingum hulin. — Nokkrir þessara gáfuðu vina minna
halda áfram að lifa í mjer, þó þeir sjeu horfnir af sjónar-
sviðinu, sumir jafnvel með svo óraunverulegum hætti, að
fyrir getur komið, að jeg spyrji sjálfan mig, hvað sje
þeirra hugur og hvað minn.
í sömu andránni verður mjer hugsað til þeirrar fjöl-
skyldu, eitthvað kringum 150 þúsund manna stórrar,
hinnar bókelsku þjóðar íslands, sem hefur haft á mjer
vakandi auga frá því jeg fór fyrst að standa í fæturnar
sem rithöfundur, gagnrýnt mig eða talið í mig kjark á
víxl, en aldrei skelt við mjer skolleyrum, eins og henni
stæði á sama, heldur tekið undir við mig eins og bergmál,
eða eins og viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti.