Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 58
56
II lin
því jeg fer í Barnaskóla Reykjavíkur haustið 1924. —
Veturna 1929—30 og 30—31 hefur Guðrún smábarna-
skóla í Ingólfsstræti 5. — Veturna 31—32 og 32—33 mun
hún hafa kent eitthvað í Sölvhólsgötu 10, þá var jeg ekki
hjerlendis og veit því lítið um það, en veturna 33—34 og
34—35, seinustu veturna, sem hún lifði, var jeg með
henni til aðstoðar við smábarnaskóla, sem hún hafði í
Bókhlöðustíg 9. Báða þá vetur varð hún að hætta kenslu
vegna veikinda, áður en veturinn var liðinn. — Fyrri vet-
urinn var fengin stúlka rnjer til aðstoðar til vorsins, svo
skólinn gæti haldið áfram. — En seinni veturinn, þegar
sjeð var að líf Guðrúnar var að þrotum komið, gafst jeg
upp.
Missir okkar ættingja Guðrúnar var mikill. — Hún var
okkur systkinunum stoð og leiðbeinandi, sem við gátum
altaf leitað til. — Það var okkur, sem alist höfðum upp
móðurlaus, meira virði en orð fá lýst.
Steindór Björnsson, bróðirinn frá Grafarholti skrifar:
„Guðrún systir mín hafði safnað miklu af ljóðum og
lögum, sem hún notaði við kenslu í skóla sínum. — Hún
hafði hugsað sjer að gera úr þessu barnabækur, en henni
entist ekki aldur til þess. — Solveig systir gaf þó út 5 af
þessum söngvum með litum (Myndir eftir Tryggva
Magnússon).“
(Steindór bjó undir til ljósprentunar margt af ljóðum
og lögum Guðrúnar með sinni dásamlegu fögru hand-
skrift).
Guðmundur listamaður, Einarsson, frá Miðdal, skrifar
í 50 ára afmælisrit U.M.F. „Afturelding": „Grafarholts-
systkin voru meginstoð í stjórn fjelagsins „Afturelding"
og öllum framkvæmdum. — Um þátttöku Guðrúnar í
þeim fjelagsskap segir Guðmundur: „Guðrún í Grafar-
holti var hinn skapandi andi í þeim fjelagsskap, leiftr-
andi gáfur hennar og hugsjónir voru óþrjótandi. — Þótti