Hlín - 01.01.1967, Page 103
Hlin
101
VEGGSKILDIR.
Gerðir af sunnudagaskólabörnum í Höfðakaupstað á
Skagaströnd fyrir jólin 1966.
Prestskonan, Dómhildur Jónsdóttir, skrifar um skóla-
börnin sín:
Til þess að fá efni í skildina bað jeg forstöðukonu Hús-
mæðraskólans á Hallormsstað, Ingveldi Pálsdóttur, að út-
vega mjer lurka hjá Skógræktinni. Þegar skógarvörður-
inn, Sigurður Blöndal, heyrði að þetta átti að vera handa
gamla fólkinu, gaf hann okkur lurkana. Og smíðastofa
Guðmundar Lárussonar hjer á staðnum, gaf alla vinnu
við sögun, einnig lím og lakk. — Hafi þeir báðir kæra
þökk fyrir. — Þegar búið var að saga efnið niður í hæfi-
lega þykka skildi, tóku börnin við: Fægðu plöturnar og
settu hanka á.
Á síðastliðnu sumri tíndu börnin fyrir mig margskon-
ar blóm, sem prýða skyldu skildina, mest viltar jurtir, en
jeg pressaði þau. — Svo tóku börnin við og límdu þau á
skildina og lökkuðu.
Jeg hafði börnin í flokkum (7—8) á ýmsum aldri (8—13
ára). — Það var mjög ánægjulegt að vinna að þessu með
börnum staðarins.
Svo var öllu gamla fólkinu (yfir 67 ára aldur) gefnir
skildirnir fyrir jólin.
Halldóra Bjarnadóttir bætir við:
Við hjerna í Ellideild Hjeraðshælis Húnvetninga, nut-
um einnig góðs af: Prestshjónin komu með hóp af börn-
um (14) og þau gáfu hverjum vistmanni skjöld, sem prýða
nú veggi stofnunarinnar. — Presturinn, Pjetur Ingjalds-
son, messaði í fallegu Baðstofunni okkar, og börnin sungu
jólasálma. Þetta var alt með þakklæti meðtekið, og mjög
hátíðlegt. — Þökk sje öllum hlutaðeigandum!