Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 203
Hlin
201
Annað verkefni væri líka gaman að rannsaka á sama
hátt, en það er barnauppeldi í fornöld. — Og telja mætti
margt fleira.
iNorræn vísindi hafa hingað til aðallega snúist um mál-
fræðileg efni og skáldskap, en mjög lítið um daglegt líf
og háttu manna.
Með kærri kveðju.
Yðar einlægur
Skúli V. Guðjónsson.
Úr brjefi frá Pjetri Jónssyni á Gautlöndum 1920
um töpuð verðmæti.
(Brot).
En einkennilegt er það, að á þessari blómaöld heima-
ofnu vaðmálanna, sem við munum eftir, var verið að
spretta sundur og slíta út úr gömlum brekánum, flossess-
um og fleiri dýrgripum frá gömlum listiðnaði hjer, sem
vafalaust hefur einkum orðið til, áður en rokkarnir,
kambarnir og vefstólamir, sem við vöndumst, voru til
hjer á landi.
Síðan jeg vitkaðist dálítið meira að smekk, hefi jeg
brunnið í skinninu út af þessu, því þegar jeg var barn
voru til dýrindis ábreiður úr dregnu togi og með rósa-
vefnaði, sem vel hefði mátt bjarga, en enduðu með því
að vera hafðar ofan á taðhlaða á sumrin og gólfdruslur
á milli. — Jeg man ekki til, að neinir tækju þá eftir hvað
þetta var, sem þarna var verið að eyðileggja. — Og svona
var reyndar um ýmsa aðra gamla muni, sem meiri og
minni listasmekkur var í. — Árangurinn er sá, að þrátt
fyrir miklar framfarir í húsakynnum, klæðaburði og
ýmsri vellíðan, eru heimilin snauðari af þjóðlegri menn-
ingu, en betri heimili voru fyrri helming 19. aldar, á
meðan það gamla var ekki útslitið og bramlað.