Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 63
Hlín
61
börn látin í vögguna með pelann og síðan látin aEskipta-
laus á meðan ekki heyrist til þein'a. — Þetta er auðvitað
afar þægilegt, en mjer finst þetta var það minsta, sem
móðir geti gert fyrir barnið sitt. — Við móðurbrjóstið fær
barnið það besta veganesti, sem völ er á í lífinu: Öryggis-
kend móðurarmanna, gælur og bros og hjal móðurinn-
ar, sem jafnvel nýfætt barn þarfnast. — Börn eru fjelags-
verur, og það hefur verið sýnt fram á það af sálfræðing-
um, að barn, sem leikið er við, talað við og gælt við, er
miklu fljótat'a að veita umhverfi sínu andsvar og verður
greindara barn og fær færri tilfinningaerfiðleika við að
stríða seinna á ævinni. — Ein átakanlegasta sjón, sem jeg
sá á barnaheimilunum, sem jeg heimsótti sem stúdent,
var að sjá börnin liggja áhugalaus og afskiptalaus bara
vegna þess, að þau söknuðu ástar, umhyggju og snertingu
móðurinnar. Fóstrurnar höfðu aldrei haft tíma til að
leika við þau.
Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta en bæta
því bara við, að þau tilfinningabönd, sem tengjast milli
móður og brjóstbarns vara út bernskuna og lengur,
báðum til góða.
Jeg álít, að á öllum aldursskeiðum sje jákvæð afstaða
foreldranna mikilvæg: Jeg vildi t. d. sjá að smá-börn hjer
á landi væru meira úti í hreinu lofti. Mín börn þrjú, sem
öll eru fædd í september, sváfu úti frá því að þau voru
12 daga gömul á skýldum stað, skermurinn niður, hvorki
með húfu nje vettlinga nema í frosti. — Jeg þekki eina
móður, sem klæddi barnið sitt í margar ullarflíkur hverja
utan yfir aðra og alltaf þrjár prjónahúfur, þegar barnið
fór út í vagninn (með skerminn upp auðvitað). — Þegar
jeg hafði orð á þessu, sagði liún: „Hún hefur aldrei feng-
ið í eyrun“. — Það fengu mín börn ekki heldur í helmingi
minni fötum.
Jeg er viss um það, að það væri mikil hjálp hverri móð-
ur, ef það væri fylgst með börnunum fyrsta árið. — Mjer
er sagt að það sje gert í Reykjavík, en það er alveg jafn