Hlín - 01.01.1967, Síða 108
106
Hlín
nota eingöngu íslenskar jurtir — það ætti að vera nokkur
huggun þeim „óskaplegu miklu íslendingum“ sem áður
eru nefndir.
Birki og reynir eru góð garðtrje, auk þess sem birkið
er ágætt í klipt limgerði. — Fjalldrapi, einir og víðiteg-
undir ýmsar eru snotrir runnar. — Af stórvaxnari blóm-
jurtum mætti nefna: Blágresi, burn, mjaðurt, fjalldala-
fífil, rauðkoll, garðabrúðu og hófsóley. — Margir íslensk-
ir burknar eru líka stórfallegar garðjurtir.
Af smávaxnari jurtum, einkum ýmsum fjalla- og mela-
gróðri, er enn meira úrval. - Hinar svokölluðu steinhæða-
jurtir skortir sannarlega ekki í okkar grýtta landi. — Auk
þeirra jurta, sem jeg nefndi hjer fyrst, mætti t. d. minna
á þessar: Helluhnoðra, Maríuskó, blóðberg, brönu-
grös, klettafrú, gullsteinbrjót, gullbrá, steindeplu, mýra-
sóley, bláklukku, gullmuru, geldingahnapp, engjarós,
þrenningargras, stúfu og blálilju, svo eitthvað sje nefnt,
því af nógu er að taka. — Allar þessar jurtir eru auðveld-
ar í ræktun og flestar auðfengnar. — Vissara er þó að vera
ekki altof örlátur á kræsingarnar við þær, því hætt er við
að þær kunni sjer ekki magamál — enda ekki vanar sæl-
lífi. — Það er því rjett að spara við þær áburðinn, því það
sannast á þeim að: Sjaldan launa kálfar ofeldið.
Og að lokum þetta:
Loks vil jeg benda þeim, sem fást vilja við ræktun
skrúðgarða, á bók Garðyrkjufjelags íslands: „Skrúðgarða-
bókina“, sem nýkomin er á markaðinn, og gefur hand-
hægar upplýsingar um flest það, sem að gerð og ræktun
skrúðgarða lýtur.
Ótaldar eru þær unaðsstundir, sem maður hefur af trjá-
og blómarækt. Sjerstaklega er það mikils virði fyrir hvern
þann, sem hefur kyrsetur og innivinnu alla daga, að anda
þannig að sjer ilm og yl náttúrunnar.
Það yngir mann bókstaflega upp um mörg ár.