Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 107
Hlin
105
allur erlendur gróður á íslenskri grund er þeim þyrnir í
augum!
Þessi ótrú manna á landið og sjálfa sig verður að hverfa.
Ræktun heimilisgarða þarf að aukast mjög til híbýlaprýði
og yndisarðs þeim, sem þar búa. — Þetta er menningar-
mál.
Einar Helgason, sá mæti maður og garðyrkjufrömuður,
kemst svo að orði í inngangi að bók sinni „Bjarkir", sem
út kom árið 1914:
„Öflugasta taugin til að koma sveitabúskapnum á æðra
og betra stig er unaðsleiki heimilanna. — Að heimilis-
fólkið finni, að þarna á það í sannleika heima, og að
þarna vill það eiga heima. Þetta gildir auðvitað ekki ein-
göngu um sveitaheimilin heldur öll heimili, líka þau,
sem í kauptúnum eru hjer á landi, og annars staðar. —
Eitt af því, sem mest styður að því að prýða heimilin, er
jurtagróðurinn, bæði sá, sem vex úti fyrir, og sá sem vex
innan húss. — Þeir sem hafa jurtagróður að annast, venj-
ast á að rækja starf sitt með alúð og umhugsun. Ræktun
trjáplantna og blómjurta er eitt af liinum þörfustu við-
fangsefnum."
„Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg‘‘
þessa hálfu öld, sem liðin er, síðan þetta var ritað? —
Vissulega, — en varla nema fetið.
Oft hefur verið yfir því kvartað, að aðstaða til ræktun-
ar væri erfið úti um landsbygðina, einkum útvegun
plantna til gróðursetningar. — Þetta er vafalaust rjett, en
það hefur þó ekki komið í veg fyrir það, að þeim, sem
einlægan áhuga hafa haft á því að koma sjer upp skrúð-
görðum, hafi tekist það. — Þá má einnig minna á það, að
margar íslenskar villijurtir eru hinar ágætustu garðjurt-
ir, og margar þeirra eftirsóttar í erlenda skrúðgarða. —
Nægir þar að benda á holtasóleyjuna, vetrarblómið, mela-
sólina og jöklasóleyjuna, sem allar eru seldar dýrum dóm-
um í erlendum gróðrarstöðvum. — Það er því hægur
vandi að koma sjer upp ágætum skrúðgarði með því að