Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 223
Hlin
221
Reykjavikurkona skrifar:
„Góðu foreldrar í Reykjavík og nágrenni, sem eigið börn, látið
ekki hjá líða að sýna þeim og vekja athygli þeirra á hinu fagra og
stórfenglega umhverfi liöfuðstaðarins.
Það eru ekki margar borgir, sem eiga annað eins útsýni í allar
áttir: Snæfellsjökull í allri sinni dýrð, Esjan, skartar eftir regn, t. d.
fagurblá eða snævi kringd í fyrstu snjóum, hvít og blá, Keilir og
Löngufjöll, Engey, Viðey. — Og svo mætti lengi telja.
Það vill oft verða svo í borgum, sem eru lýstar sterkum ljósum,
að menn veita ekki athygli stjörnubjörtu kvöldi eða fallegu tungl-
skini.
Takið litlu börnin ykkar með ykkur svolítið út úr bænum á fögru
vetrarkvöldi og leiðið athygli þeirra að stjörnum himinsins og út-
sýni á kvöldi í tunglskini.
Sólarlagið í Reykjavík er hið fegursta. Gaman þótti okkur að sjá
Snæfellsjökul í allri sinni dýrð um sólarlag, þá er sól sökk niður í
sæ 4. maí.
Ef þið vekið athygli barna ykkar þegar í æsku á fegurð náttúr-
unnar á landi, lofti og legi, munu þau vera ykkur þakklát alla æfi.
Hver veit, hve oft þessar liljóðu, helgu stundir með foreldrunum
1 fyrstu bernsku, forða þeim frá freistingum síðar á æfinni. — Ekki
er það ólíklegt."
„HVAÐ ER SVO GLATT“.
Það var nokkru eftir að Samband norðlenskra kvenna var stofnað
á Akureyri 17.—24. júní 1914, að þetta erindi birtist í blaðinu
„Norðurland" á Akureyri:
„HVAÐ ER SVO GLATT
„Norðurland", Akureyri, 11. júlí 1914.
Svo segir frændkona mín, að þegar þetta kvæði var sungið í sam-
sæti kvenna hjer á dögunum, hafi það verið fyrir athugunarleysi.
— Og þá er forsöngvarinn byrjaði hið snjalla kvæði, og komið var
að versinu „Látið því, vinir, —hafi sumar konurnar lítt tekið
undir, en aðrar fengið dálítinn hósta. —
En frændkona mín, sem bæði er vel hagorð og fyndin, og svo
gömul, að hún kveðst vel muna vínöld og vargöld, en þó svo ung,
að hún kann að meta grínöld þá og gargöld, er nú gengur*) tók sig
til, brýndi röddina og komst lieila oktövu hærra en hinar, og hljóð-
aði þá nýnefnt vers á þennan hátt:
*) Þetta var á þeim dögum, er áfengisbannið var efst á dagskrá á ís-
landi.