Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 41
Hlin
39
Guðrún Bóasdóttir Brunborg.
MINNINGAR
um starf Guðrúnar Brunborg fyrir íslenska stúdenta.
Skráðar af henni sjálfri og vinum hennar. — Ennfremur
ættartala, ættingjar og brot af æfisögu: Halldóra Bjarna-
dóttir, Magnús Stefánsson frá Borgarnesi, stud. í sögu,
Sogni, Oslo, Guðrún Jónasdóttir, vefnaðarkennari í
Reykjavík, nákominn ættingi Guðrúnar og um tugi ára
gagnkunnug Brunborgs-heimilinu.
Halldóra skrifar:
Við Guðrúnu Brunborg kannast allir íslendingar. —
Hún hefur verið hjer á landi með annan fótinn síðustu
15 árin, jafnsjálfsögð á vorin og farfuglarnir, þó að hún
hafi alið aldur sinn í Noregi síðan 1918, eigi þar bónda
og bú, börn og buru.
Guðrún ferðaðist um landið þvert og endilangt með
myndir sínar og erindi. — Útvarpið auglýsti: Kvikmynd
frá Noregi; Guðrún. — Það var nóg, allir könnuðust við
nafnið. Það var rjett eins og kóngarnir auglýstu: Hákon,
Gústav, Friðrik.
Guðrún eignaðist bíl seinni árin, sem hún ferðaðist
um hjer á landi, það gerði alt ferðalagið ljettara og við-
ráðanlegra. — Stundum voru synir hennar bílstjórar, eða
aðrir góðir menn úr Noregi, stundum keyrði hún sjálf.
Oft hittumst við á þeim árum, sem við vorum báðar á
sífeldum ferðalögum um landið. Þá bauð Guðrún jafn-
an upp á keyrslu. Þannig kyntumst við betur. Mjer var
það mikil ánægja að kynnast þessari merku konu.
Guðrún telur sig Austfirðing. — Dóttir Bóasar Bóas-
sonar, bónda á Stuðlum í Reyðarfirði, og Sigurbjargar
Halldórsdóttur konu hans. — En eftir því sem næst verð-
ur komist eru ættirnar báðar norðlenskar: Móðir Bóasar