Hugur - 01.01.2004, Page 7
Inngangur ritstjóra
5
Einn merkasta heimspekingur íslendinga, Páll S. Árdal (1924-2003), féll
frá á síðastliðnu ári. Jörundur Guðmundsson heimspekingur og forstöðu-
maður Háskólaútgáfimnar skrifaði minningargrein um hann sem birtist í
Lesbók Morgunblaðsins þann 24. maí 2003. A sama ári féllu margir merkir er-
lendir heimspekingar frá. Sumir þeirra hafa fengið töluverða umfjöllun á
Islandi að undanförnu. Þannig gaf Hið íslenska bókmenntafélag nýlega út
þýðingu á Framfaragoðsögninni eftir finnska heimspekinginn Georg Henrik
von Wright (1916-2003) með ítarlegum inngangi Sigríðar Þorgeirsdóttur.
Töluvert var fjallað um Donald Davidson (1917-2003) þegar hann sótti
ísland heim í nóvember 2002, auk þess sem til stendur að gefa út greinasafn
með þýðingum ritgerða eftir hann. I síðasta hefti Hugar leit dagsins ljós
fýrsta íslenska þýðingin á texta eftir Gadamer í kjölfar andláts hans, þá 102
ára að aldri. Að þessu sinni minnist tímaritið fráfall eins merkasta heimspek-
ings Breta, Bernards Williams (1929-2003). Ungur að árum þótti Williams
standa sig afburða vel, hvort sem var í heimspekináminu við Oxford-háskóla
eða þegar hann gegndi herskyldu sem þotuflugmaður hjá Konunglega flug-
hernum í Kanada. Williams hóf snemma að gagmýna hefðbundna siðfræði
sem honum fannst leiðinleg og innantóm. Áhugi hans beindist að raunveru-
legu siðferði fremur en sértækum siðfræðilegum greiningum, og hann taldi
siðferði og siðferðileg hugtök óaðskiljanleg sögu og menningu. Williams
gagniýndi ekki einungis söguleysi siðfræðinnar heldur heimspekinnar
almennt. Eitt af því síðasta sem Williams lét frá sér fara er greinin „Why
Philosophy Needs History1 sem birtist í London Review ofBooks 17. októb-
er 2002. Hér birtist í þýðingu Hauks Más Helgasonar fyrirlestur sem Willi-
ams flutti í ársbyrjun 2000 og nefnist „Heimspeki sem hugvísindi“. Williams
gagnrýnir þá skoðun sem er ríkjandi meðal rökgreiningarheimspekinga að
heimspeki beri að iðka að náttúruvísindalegri fýrirmynd og ver þess í stað þá
hugmynd að heimspekinni farnist betur í slagtogi við aðra stóra hugvísinda-
grein, sagnfræði.
Björn Þorsteinsson ritar grein um nýlega bók hugsuðar sem er lítt hrifnari
en Bernard Williams af hugmyndinni um „hreina" heimspeki, Jacques Derr-
ida. Björn, sem leggur um þessar mundir lokahönd á doktorsritgerð um rétt-
lætishugtakið í heimspeki Derrida, hefur á undanförnum árum kynnt heim-
speki Derrida við ólík tækifæri. Vorið 2002 birti hann grein um bók Derrida
Spectres deMarx (1994) í Skírni og hér fjallar hann, undir yfirskriftinni „Vill-
ingurinn og lýðræðið“, um nýlega bók hugsuðarins sem nefnist Voyous (2003)
og er vísun í hugtak Bandaríkjastjórnar um þau „óþægu“ ríki sem hún
skilgreinir sem „öxulveldi hins illa“ og herjar á í nafni lýðræðis. Grein Björns
veitir lesandanum innsýn í það hvernig Derrida afbyggir hugmyndina um
„villingaríki" og fleira því tengt.
Eitt af því sem Björn kemur óhjákvæmilega inn á í þessu samhengi er 11.
september 2001. Sama dag og þess var minnst að tvö ár voru liðin frá hryðju-
verkunum minntust heimspekingar þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu
Theodors W. Adorno. Adorno missti kennsluréttindi í heimalandi sínu árið
1933, flúði ári síðar til Oxford og endaði í New York 1938 þar sem Stofnun