Hugur - 01.01.2004, Side 25
Vandkvœði siðfrœðinnar
23
sem eiginlega eru orðin hol og hafa ekki lengur neitt inntak, heldur eru orð-
in að skurðgoðum. Eins og ég hef reynt að skýra í ritgerðinni „Staða kyn-
ferðisbannhelgi og réttar“3 held ég að nú til dags séu mest sláandi dæmin um
þetta að finna á sviði kynlífssiðferðis. Sú trúarlega hugmynd að hjónaband-
ið sé háheilagt viðheldur viðteknu kynlífssiðferði en fyrir flestu fóiki er hún
skekin til grunna. A hinn bóginn er ekki lengur hægt að halda því skýrt og
skynsamlega fram að girndin (Eros) svívirði mannhelgi annarra, eins og Kant
virtist hún gera. Þetta hefur reynst vera þröngsýni og fordómar. En þrátt fyr-
ir það mætti segja að kynlífssiðferði sem á sér ekki lengur fastan grunn haldi
nú á tímum svaflveislur sem birtast í blöskruninni er lesa má út úr lýsingum
á Christine Keeler og vinkonum hennar4 - en raunar má líka lesa hana úr
siðareglum eins og þeim sem nýlega voru settar annarri sjónvarpsstöðinni, og
lesa má um í nýjasta hefti Der Spiege/.5 Slíkar siðareglur eru verulega afdrifa-
ríkar því að þær bókstaflega skrásetja hinn hlutlæga anda, þ.e. kjarna allra
ógagnsærra en einmitt þess vegna ósveigjanlegra og kúgandi forskrifta sem
mannkynið beygir sig undir nú á dögum. Ef hið siðferðilega hefur yfirleitt
eitthvað verulegt til málanna að leggja er það eindregin og ósveigjanleg and-
spyrna gegn öllum birtingarmyndum þessa anda í samtímanum. I þessu
samhengi vil ég minna á slagorðin sem heyrast frá hreyfingu siðavandra víg-
væðingarsinna og vinur minn, Habermas, hefur nýverið gagnrýnt á var-
færinn, en jafnframt hvassan hátt í grein sem birtist í tímaritunu Merkur og
ég leyfi mér að benda ykkur á.6 Það sem Nietzsche í grandaleysi sínu tengdi
einungis við trúarbrögð (sem síðan þá hafa að mestu leyti misst vald sitt yf-
ir fólki), er á okkar tímum orðið að algildi hins hlutlæga anda eða tíðarand-
ans. Þess í stað er þetta kúgandi og heftandi vald einfaldlega orðið að þög-
ulli, orðlausri og tilefnislausri birtingarmynd andans sem gegnsýrir aflt líf
samfélagsins. Það má nefnilega segja, að alls staðar þar sem menn berja sér á
brjóst - og hér á ég ekki einungis við einstaklinga heldur einkum það sem er
skrifað, básúnað og viðrað í fjölmiðlum - og skírskota til hugsýnar hins góða,
sé þessi hugsýn beinlínis, alltaf og eingöngu yfirvarp fyrir hið vonda, nema
að því leyti sem hún er ekki andóf gegn hinu vonda. Spurning Strindbergs:
„Hvernig gæti ég elskað hið góða ef ég ekki hataði hið illa?“ hefur reynst rétt
í tvennum, og mjög afdrifaríkum skilningi. Annars vegar er hatrið á hinu illa
í nafni hins góða orðið að eyðingar- og niðurrifsafli. Á hinn bóginn er það
góða, sem telur sig óskorað raungildi í stað þess að sjá hið illa einungis sem
vísun á hið góða, sjálft orðið að hinu illa. Eiginlega er þetta samtímaútgáfa
hugmyndafræði og afls staðar þar sem siðferðileg hugmyndafræði er að verki
(í því samhengi vil ég sérstaklega minna á hugmyndafræðina sem ríkir í aust-
urhluta landsins) er stillt upp svokölluðum jákvæðum, góðum, hetjulegum
3 [Sji „Sexualtabus und Recht heute“, Gesammelte Schriften 10-2, s. 533-554.]
4 [Þann 4. júní 1963 varð breski stríðsmálaráðherrann John Profúmo að segja af sér í kjölfar þess að
hann viðurkenndi að hafa logið að neðri deild þingsins um tengsl sín við hina 21 árs gömlu síma-
vændiskonu Christine Keeler.]
5 [Sjá Der Spiegel, 24. júlí 1963.]
6 [Sjá Júrgen Habermas, „Vom sozialen Wandel akademischer Bildung", Merkur 17(5) (maí 1963), s.
413-427; endurpr. í sami, Kleinepolitische Schriften I - IV, Frankfúrt 1981, s. 101-119.]