Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 25

Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 25
Vandkvœði siðfrœðinnar 23 sem eiginlega eru orðin hol og hafa ekki lengur neitt inntak, heldur eru orð- in að skurðgoðum. Eins og ég hef reynt að skýra í ritgerðinni „Staða kyn- ferðisbannhelgi og réttar“3 held ég að nú til dags séu mest sláandi dæmin um þetta að finna á sviði kynlífssiðferðis. Sú trúarlega hugmynd að hjónaband- ið sé háheilagt viðheldur viðteknu kynlífssiðferði en fyrir flestu fóiki er hún skekin til grunna. A hinn bóginn er ekki lengur hægt að halda því skýrt og skynsamlega fram að girndin (Eros) svívirði mannhelgi annarra, eins og Kant virtist hún gera. Þetta hefur reynst vera þröngsýni og fordómar. En þrátt fyr- ir það mætti segja að kynlífssiðferði sem á sér ekki lengur fastan grunn haldi nú á tímum svaflveislur sem birtast í blöskruninni er lesa má út úr lýsingum á Christine Keeler og vinkonum hennar4 - en raunar má líka lesa hana úr siðareglum eins og þeim sem nýlega voru settar annarri sjónvarpsstöðinni, og lesa má um í nýjasta hefti Der Spiege/.5 Slíkar siðareglur eru verulega afdrifa- ríkar því að þær bókstaflega skrásetja hinn hlutlæga anda, þ.e. kjarna allra ógagnsærra en einmitt þess vegna ósveigjanlegra og kúgandi forskrifta sem mannkynið beygir sig undir nú á dögum. Ef hið siðferðilega hefur yfirleitt eitthvað verulegt til málanna að leggja er það eindregin og ósveigjanleg and- spyrna gegn öllum birtingarmyndum þessa anda í samtímanum. I þessu samhengi vil ég minna á slagorðin sem heyrast frá hreyfingu siðavandra víg- væðingarsinna og vinur minn, Habermas, hefur nýverið gagnrýnt á var- færinn, en jafnframt hvassan hátt í grein sem birtist í tímaritunu Merkur og ég leyfi mér að benda ykkur á.6 Það sem Nietzsche í grandaleysi sínu tengdi einungis við trúarbrögð (sem síðan þá hafa að mestu leyti misst vald sitt yf- ir fólki), er á okkar tímum orðið að algildi hins hlutlæga anda eða tíðarand- ans. Þess í stað er þetta kúgandi og heftandi vald einfaldlega orðið að þög- ulli, orðlausri og tilefnislausri birtingarmynd andans sem gegnsýrir aflt líf samfélagsins. Það má nefnilega segja, að alls staðar þar sem menn berja sér á brjóst - og hér á ég ekki einungis við einstaklinga heldur einkum það sem er skrifað, básúnað og viðrað í fjölmiðlum - og skírskota til hugsýnar hins góða, sé þessi hugsýn beinlínis, alltaf og eingöngu yfirvarp fyrir hið vonda, nema að því leyti sem hún er ekki andóf gegn hinu vonda. Spurning Strindbergs: „Hvernig gæti ég elskað hið góða ef ég ekki hataði hið illa?“ hefur reynst rétt í tvennum, og mjög afdrifaríkum skilningi. Annars vegar er hatrið á hinu illa í nafni hins góða orðið að eyðingar- og niðurrifsafli. Á hinn bóginn er það góða, sem telur sig óskorað raungildi í stað þess að sjá hið illa einungis sem vísun á hið góða, sjálft orðið að hinu illa. Eiginlega er þetta samtímaútgáfa hugmyndafræði og afls staðar þar sem siðferðileg hugmyndafræði er að verki (í því samhengi vil ég sérstaklega minna á hugmyndafræðina sem ríkir í aust- urhluta landsins) er stillt upp svokölluðum jákvæðum, góðum, hetjulegum 3 [Sji „Sexualtabus und Recht heute“, Gesammelte Schriften 10-2, s. 533-554.] 4 [Þann 4. júní 1963 varð breski stríðsmálaráðherrann John Profúmo að segja af sér í kjölfar þess að hann viðurkenndi að hafa logið að neðri deild þingsins um tengsl sín við hina 21 árs gömlu síma- vændiskonu Christine Keeler.] 5 [Sjá Der Spiegel, 24. júlí 1963.] 6 [Sjá Júrgen Habermas, „Vom sozialen Wandel akademischer Bildung", Merkur 17(5) (maí 1963), s. 413-427; endurpr. í sami, Kleinepolitische Schriften I - IV, Frankfúrt 1981, s. 101-119.]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.