Hugur - 01.01.2004, Síða 48
46
Teresa Orozco
síðan á sig staðbundið skipulagshlutverk. Varpa má ljósi á þetta með því að
rýna í samfélags(hug)myndina sem Gadamer eimar úr Ríkinu.
Þegar árið 1934 veðjar Gadamer á hugmyndina um hið platónska ríki, ríki
„stéttanna1 (Gadamer 1942,326), gegn harðstjórninni og hinum sófíska rík-
isskilningi, undir lykilorðinu díkaíosyne (þýtt sem „réttlæti"). Díkaíosyne
stendur fyrir stjórnskipulag sniðið að almannaheill. I kjörtilfellinu nýta leið-
togarnir skipulags- og stjórnunarhæfileika sína til óeigingjarnra verka, ekki
með eigin hag að leiðarljósi, heldur allra. Herinn beitir vopnum sínum fyrir
heildina. „Ríkisheildin" (327) birtist leiðtogum og þeim sem leiddir eru hins
vegar á ólíka máta. Með forystuhæfileikum sínum hafa leiðtogarnir stöðu
innan „verkaskiptingarinnar" sem tengir þá milliliðalaust hinu „almenna".
„Öll vinna er vissulega unnin í þágu neytendanna allra. Samt sem áður er
starf pólitíska leiðtogans og bardagamannsins ekki aðeins tæknilegt eins og
hvert annað, heldur beinist það sjálft milliliðalaust að ríkisheildinni." (327)
Verði með þessu lagi „hið almenna ríkjandi“ (329) eins og Gadamer orðar
það að hætti Hegels, getur ráðavaldið reitt sig á sophrosyne, þá dyggð þegn-
anna sem verða að samþykkja forystuna. Gegn hinu raunverulega „harðræði“
þjóðernissósíalismans er settur fram ákjósanlegur þjóðernissósíahsmi, stétta-
samfélag þjóðarinnar, sem „treystir einingu sína með sáttargerð stéttanna
þriggja" (328).
Stjórnkerfið sem hér er þróað út frá Platoni, er aðeins hugsanlegt í val-
boðsgjörnu ríki með valdasamþjöppun á háu stigi. Hugmyndum um
„lýðræðisleg" ákvarðanaferli er afdráttarlaust vísað á bug: „Þannig felst hið
eiginlega pólitíska ólán í því að hrófla við þessari stéttaskipan: Eyðilegging
valdaskipanarinnar eins og má berlega sjá á hnignun aþenska lýðræðisins"
(Gadamer 1942, 327). Valdasamþjöppun hjá hinum „ráðandi stéttum" kost-
ar þó sitt: Það er engin trygging, ekkert innra afl, sem getur hindrað hinar
„ráðandi stéttir“ í því að koma harðstjórn á legg. Sú ógn vofir stöðugt yfir „að
valdið tæli“ þær og þær verði „harðstjórnarhvöt mannsins“ að bráð og það
leiði til „eyðileggingar ríkisskipanarinnar“ (329). Með þennan vanda til hlið-
sjónar er sálarkenning Platons eins konar kenning um ríki sem sýkist af leið-
togum sínum. Mynd „lögmætisins“ (324) breytir valdi stjórnarinnar í „rétt-
arofbeldi ríkisins“ (sama) og yfirráðum hennar í „stjórnun ríkisvaldsins“
(329). Yfirráð hennar eru réttlát yfirráð, sem standa af sér kreppuástand án
þess að umbreytast í harðstjórn. Hún hernemur staði í sálum þegnanna og
getur því gert ráð fyrir „innri samstillingu", jafnvel „umleikin mögulegri van-
stillingu" (329).
Tilgáta mín er sú að þessi fyrirmynd valdboðsstjórnar sé viðbragð við um-
breytingu nasismans í „harðstjórn“ meðan á stríðinu stóð. Kall Gadamers
eftir „lækningu á sjúkri ríkisgerð“ virðist samhæfanlegt ólíkum hugmyndum
sem slegnar voru á stjórnstigum ríkis, hers og auðmagns, og áttu að ljá kerfi
Þriðja ríkisins og hernaðarstefnu þess „nýjan“ grundvöll. Fyrirætlanir um
innri endurskipulagningu ríkisins takmörkuðust ekki við þjóðernisíhaldsarm
Þriðja ríkisins, en áform hans um umbreytingu foringjaríkisins í „upplýst“
einveldi enduðu með hernaðaruppreisninni gegn Hitler 20. júlí 1944. Innan