Hugur - 01.01.2004, Side 49
Skírskotunarlistin
47
Þýska þjóðernissósíalíska verkamannaflokksins sjálfs voru líka gerðar atlög-
ur að endurbótum. Leiðardæmi um það er opinber gagnrýni æðsta „réttar-
hirðis“ (Rechtswahrer) nasistaflokksins, Hans Frank.28 A framlagi Franks til
tamningar harðstjórnarinnar má sjá hversu margvísleg þau öfl voru sem
Gadamer felldi inn í túlkun sína á Platoni. Hin sérstæða tillaga stjórnar-
skrárfræðingsins Carls Schmitt frá árinu 1938 („Der Leviathan in der
Staatslehre des Thomas Hobbes") var hinn póllinn á þessu sviði — Schmitt
vísaði til Hobbes til réttlætingar á altæku öryggis- og lögregluríki. Á meðan
bæði andspyrna þjóðernisíhaldsins og einhverjar raðir innan Þýska þjóðern-
issósíalíska verkamannaflokksins leituðu lausna, sem tryggja skyldu samband
„stjórnar og fylgdarmanna“ með virðingu fyrir „sálarkröftum“ - Gadamer
slóst í för með þeim - yfirbauð Schmitt þessar tillögur með harðstjórnarlík-
ani sínu.
Þegar á allt er litið sýnir þessi rannsókn með hvaða hætti Gadamer gat loð-
að við þjóðernisíhaldssamar fylkingar þjóðernissósíalista, án þess þó að láta
bera á andspyrnu gegn vö/kisch-stefmmni. Með samtímaaðlögun túlkana
sinna byggði hann brýr með fjölda tengimöguleika sem ekki þurfti að skorða
með ótvíræðum hætti. Gadamer minnist á túlkunarfræðilega skírskotunarlist
í gagniýni sinni á túlkun Carls Schmitt á Hamlet. Þessa skírskotunarlist má
herma upp á hann sjálfan: „Það sem einkennir leik er að hann skilur ávallt
eftir tunglbaug hins óákvarðaða í kringum hið eiginlega viðfangsefni" (Gad-
amer 1986, 380) Asökun Gadamers á hendur Schmitt, sem dró fram póli-
tískt samtímaerindi leikritsins, var að hann skyldi „lesa Hamlet sem lykil-
skáldsögu" (1986, 379). Gadamer markar afstöðu sína í andstöðu við þetta:
,,[Þ]ví meira sem stendur eftir opið, því frjálsar nær skilningurinn fram að
ganga, þ.e. heimfærsla þess sem sýnt er í leiknum yfir á manns eigin heim og
án efa, um leið, á manns eigin pólitíska reynsluheim." (380)
Eg dreg ekki í efa að viðtökur og áhrifasaga þess sem Gadamer ritaði á tíma
nasismans ber vitni fjölda mögulegra túlkana. Fyrirlestur sem skuldbindur sig
söguleika túlkunarinnar hlýtur þó að leiða lengra þær atlögur til endurbygg-
ingar sem hér eru stigin fyrstu skref að, og gera formgerð og hagsmuni fjöl-
breyttrar túlkunarfræðilegrar beitingar eins gagnsæ og mögulegt er. Rann-
sókn mín leiðir ekki í ljós tækifærisstefnu heldur ótrúlega samkvæmni í
afstöðu Gadamers. Af Platon-túlkuninni frá 1934 er ljóst að með mifligöngu
hugmyndaheims Platons tók Gadamer þátt í bandalagi hinnar þjóðernis-
íhaldssömu borgarastéttar, sem leiddi herinn inn í Þriðja ríkið, við nasistana.
Með hliðsjón af erindi Gadamers um Herþjónustu hugvísindanna frá 1942
sýni ég hvernig sama prússneska fylkingin, með orrustuna um Stalíngrad fyrir
28 Martin Broszat (1983, 412-413) gerir grein fyrir yfirlýsingu staðgöngumanns Franks í þjóðernissós-
íalíska Lögfræðingasambandinu þann 22.8.1935, sem stíluð er á dómsmálaráðherrann. Þar lýsti hann
„verulegum áhyggjum af ástandi réttaröryggis í Þýskalandi" (sama). Hann vísaði til þess, að það að
Gestapo „neitaði þeim sem hnepptir væru í varðhald um verjanda“ væri „algjörlega á skjön við hina
þjóðernissósíalísku réttartilfinningu", væri „í mótsögn við náttúrulega réttartilfinningu norrænna
þjóða“ og „ýtti undir ófrægingu". Ennfremur segir að „aðgerðir leynilögreglu ríkisins [Gestapo] líkt
og aðgerðir hinnar rússnesku Tscheka" standi „utan dóms og laga“ og sé „hreinasta gerræði". Frank
var síðar driffjöður í þjóðarmorði á gyðingum. Herdómstóllinn í Nurnberg dæmdi hann til dauða.