Hugur - 01.01.2004, Síða 100
98
Davíð Kristinsson
hans, enda var hann alveg vitskertur ellefu síðustu árin, sem hann
lifði. Aldrei hefur meiri öfgamaður ritað bækur. [...] Sjúkar hug-
myndir, skældar og brenglaðar, innanum spakmæli og faguryrði,
kekkjóttur bræðingur af sundurleitum hugsunum. (212-213)
Þorvaldur dregur síðan saman: „Með öðrum orðum: heimspeki Nietzsches er
hreint bull og hégómi, sprottinn upp af sjúkum heila.“ Sjúkdómsgreiningu
sinni til stuðnings hefur Þorvaldur hliðsjón af Urkynjuninni (Die Entartung,
1892) eftir „rithöfundinn“ og „geðveikralækninn“ Max Nordau sem fjallar
um „geðveikiseinkenni á skáldum nútímans“.30
Ólíkt Friðriki og Ágústi er Þorvaldur ekki á því að Nietzsche sé réttnefnd-
ur heimspekingur: „Eiginlega er Nietzsche heldur ekki heimspekingur, og
hefur ekki skapað neina heimsskoðun." Og þótt hann sé sammála Friðriki
um að Nietzsche fylgi „skoðunum efnissinna“ telur hann það dæmi um æp-
andi ringulreið þessa sjúka heila að Nietzsche skuli þó fara „háðslegum orð-
um um kenningar þeirra“. Eins og Friðrik hefur Þorvaldur áhyggjur af því að
Nietzsche skuli setja manninn á bekk með dýrunum. Þorvaldur hefiir eftir
Nietzsche að „mennirnir séu dýr með rauðum kinnum, verri en nokkrir
apakettir, viðbjóðslegur skríll, manneskjan er óskapnaður, saur og vitleysa"
(214). Hann deilir áhyggjum Friðriks af því að Nietzsche gefi „því dýrslega í
manneðlinu næring“, „því ofurmennið með sínum óbeygjandi hvötum og
ástríðum verður eins og villidýr að koma fram úr náttúrunni sjálfri“. Annað
er það við ofurmennið sem einnig lcynni að hafa farið fyrir brjóstið á Frið-
riki: „Fyrir ofurmennið er [...] lostasemi og kvennafar frjáls og saklaus
skemtun, hvað sem af því leiðir." Friðrik var htt hrifmn af óvild Nietzsches í
garð kristindómsins og Þorvaldur greinir í ritum hugsuðarins „hamslaust
hatur á kristninni. [...] Nýja-testamentið segir Nietzsche [Der Antichrist 46]
sé svo saurug bók, að maður geti aðeins tekið á þeim með vetlingum. [...]
Sjálfúr segist Nietzsche vera Antíkristur. Nietzsche var í lok 19. aldar spám-
aður allra þeirra, sem hata kristindóminn, hinna andlega voluðu, sem ekki
geta hallað höfði sínu að neinni æðri hugsjón, allra stjórnleysingja, sem vilja
brjóta mannfélagið í mola“ (215).
Einna athyglisverðast í umfjöllun Þorvalds er að hann veitir því eftirtekt
að hjá Nietzsche sé ekki að finna siðfræði í hefðbundnum skilningi enda
hafni hann öllum eldri siðakenningum: „Það eru siðfræðiskenningar Nietz-
sches, sem mest áhrif hafa haft, einmitt því þær eru svo óeðlilegar, hafa þær
fundið gljúpan jarðveg hjá sjúkum sálum. Siðalærdómar Nietzsches eru þó
ekki siðfræði í vanalegum skilningi, heldur ósiðafræði (Immóralismus) eins
og hann sjálfúr komst að orði. Allar eldri siðakenningar sker hann niður við
sama trog, þær eru skaðlegar, ónýtar og óhafandi, en sjálfur byggir hann sið-
alærdóm sinn ,hinumegin við gott og illt‘.“ (214) Framhaldið minnir um
30 Þegar hér kemur við sögu var langt liðið frá því að Brandes (1901, s. 660) vakti athygli á því að grein-
ing Nordaus á Nietzsche væri fásinna: „Da Hr. Max Nordau med utrolig Raahed har gjort Forsog paa
at stemple Nietzsches hele Livsværk som frembragt af en Vanvittig, gor jeg opmærksom paa, at forst
i det næstsidste Brev en stærk Eksaltation gor sig gældende og at forst i dette allersidste Brev Van-
viddet ojensynligt er indtraadt, og endda ikke som ubetinget Vanvid."