Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 108
io6
Davíð Kristinsson
sem birtist sama ár fékk meiri athygli, Nietzsche eftir Crane Brinton sem
segir Nietzsche guðföður nasismans. Sú mynd af Nietzsche sem Kaufmann
þurfti að sigrast á til að gera hann að löggildu viðfangi heimspekiumræðu var
að hluta til áþekk vissum þáttum sem íslenskir Nietzsche-túlkendur drógu
fram úr verkum Nietzsches á fyrri hluta 20. aldar: ofbeldiskennt ofurmenni,
mannhatur, andlýðræði, mannkynbætur, félagslegur darwinismi og
stríðsdýrkun. Aðrir merkimiðar sem Kaufmann þurfti, líkt og Bataille, að
kveða niður (gyðingahatur, rasismi og þjóðremba) höfðu lítið verið ræddir af
íslenskum Nietzsche-túlkendum.
I Nietzsche bregst Kaufmann við ásökunum um andmannhyggju með því
að koma á sáttum milli Nietzsches og Sókratesar, og þar með milli Nietz-
sches og mannhyggjunnar.44 Hann segir Sókrates „holdtekningu æðsm hug-
sjónar Nietzsches“ (399). Kaufmann vandar valið þegar hann ber Nietzsche
saman við hugsuði á borð við Rousseau, Kant og Hegel, en einnig Shakesp-
eare, Goethe og Lúther. A sama tíma nefnir Kaufmann hugsuði á borð við
Þúkýdídes og Machiavelli, sem Nietzsche segir sér nákomnasta,45 hvergi á
nafn. Kenninguna um viljann til valds, sem er jafnframt titillinn á hinu fræga
eftirlátna verki Nietzsches Der Wille 7Lur Macht, sem á eftirstríðsárunum
stóð í skugga nasismans, gerir Kaufmann að hornsteini hugsunar Nietzsches,
en reynir með áhrifaríkum hætti að sýna fram á að þessi vilji sé í raun and-
stæða þess sem menn hafi óttast. Viljann til valds hreinsar hann af öllum
samfélaglegum og pólitískum skírskotunum: „Kaufmann kynnti viljann til
valds til sögunnar sem ópólitískt lögmál persónulegs, tilvistarlegs sigurs yfir
sjálfum sér [...]. Þetta átti eftir að verða ráðandi mynd af Nietzsche á 6., 7.
og 8. áratugnum.“46 I túlkun Kaufmanns er valdið einvörðungu andlegt, vilj-
inn til valds hafi ekkert með venjulegar hugmyndir okkar um vald að gera
heldur sé hann vilji til sjálfsfullkomnunar að hætti þroskasiðfræðinnar, vilji
til að raungera sjálfan sig sem einstakling. Með þessari tilfærslu Kaufmanns
verður ofurmenni Nietzsches að ofurmenni sem leitar andlegs frelsis, skyn-
samur og siðferðilegur einstaklingur sem leitast við að göfga (sublimation)
hvatir sínar: „Ofurmennið- jafnvel þótt hugað sé að dálæti Nietzsches á Na-
póleon og Caesar, fremur en aðdáun hans á Sókratesi og Goethe - [...] hef-
ur sigrast á dýrseðli sínu, komið skipulagi á óreiðu ástríðna sinna, göfgað
hvatir sínar, og skapað persónu sinni stíl - eða, eins og Nietzsche sagði um
Goethe: ,með aga varð hann heill, hann skapaði sjálfan sig' og varð „maður
umburðarlyndis, ekki af vanmætti heldur styrk‘, ,andi sem er orðinn frjáls.“‘
(316) Hinn raunverulega sterki einstaklingur hjá Nietzsche hefur engan
áhuga á því að beita valdi sínu gegn öðrum. Æðsti maðurinn er sjálfum sér
nógur og hlýtur að fyrirlíta yfirráð yfir öðrum. I túlkun Kaufmanns takmark-
ast harðneskjan við hörku manns gagnvart sjálfum sér: „Harðræði yfir öðr-
um er ekki hluti af hugsýn Nietzsches" (316). Kaufmann dregur úr eða fjar-
44 Kaflinn um Sókrates var með því fyrsta sem Kaufmann sendi frá sér en hann hafði þegar birst sem
grein: „Nietzsche’s Admiration for Socrates", Joumal of the Hislory ofldeas 9 (1948), s. 472-491.
45 Götzen-Dammerung 10:2.
46 Ernst Behler, „Nietzsche in the Twcntieth Century”, The Cambridge Companion to Nietzsche, Bernd
Magnus og Kathleen M. Higgins (ritstj.), Cambridge: Cambridge University Press, 1996, s. 314.