Hugur - 01.01.2004, Page 121
Islenskur Nietzsche við aldamót
119
son Freyr hafi án fiillnægjandi rökstuðnings álitið sig finna allt þrennt í skrif-
um hans. Stuttaraleg lýsing Olafs á ofiirmenninu er hins vegar í samræmi við
þá mynd sem var ráðandi á Islandi fram á síðasta áratug 20. aldar. Ekki leið
þó á löngu þar til sú mynd tók stakkaskiptum.
Dagrenning Nietzsche-frœða á íslandi
Fyrstu hundrað ár íslenskra Nietzsche-túlkana voru shtrótt. Stöku sinnum
gerðu prestar, jarðfræðingar, norrænufræðingar, atvinnuheimspekingar,
skáld, alþýðuheimspekingar og menntaskólakennarar Nietzsche að umræðu-
efni. Tilefni, vettvangur og efnistök voru af ólíkum toga. Þótt sitthvað megi
segja um þessar túlkanir virðist sú fullyrðing Sigríðar Þorgeirsdóttur að ís-
lenskir Nietzsche-túlkendur hafi litið á verk hans sem „léttvæga speki“ ekki
standast nánari skoðun. Þvert á móti virðist heimspeki Nietzsches hafa veg-
ið þungt og mikill meirihluti túlkananna vera málefnalegur. Þótt sú fullyrð-
ing Þorvalds Thoroddsens að „heimspeki Nietzsches [sé] hreint buh og hé-
gómi, sprottinn upp af sjúkum heila“ verði að teljast ómálefnaleg má jafnvel
í grein Þorvalds finna mikilvægar athugasemdir sem virðast hafa fallið í
gleymsku eftir að meint málefnaleg umræða leit dagsins ljós á Islandi vorið
1993. Þótt Friðrik J. Bergmann standi staðfastur á sjónarhóli trúarinnar þeg-
ar hann skoðar heimspeki Nietzsches getur umfjöllun hans vart talist ómál-
efnaleg. Það verður heldur ekki sagt um umfjöllun fyrsta íslenska heimspeki-
prófessorsins, Agústs H. Bjarnasonar, sem minnir okkur á að málefnalega
umfjöllun um Nietzsche á íslensku má að minnsta kosti rekja til upphafs 20.
aldar. Umfjöllun Jakobs J. Smára er varla ómálefnaleg og þótt Sigfus Daða-
son hafi skort heimspekilegt kennivald Ágústs er umfjöllun hans um Nietz-
sche einna næst því að bera handbragð Nietzsche-fræða enda naut hann
góðs af þeim miklu framförum sem höfðu átt sér stað í þessum fræðum frá
því að Ágúst ritaði kafla sinn um Nietzsche. Og þó svo að Einar máli í húm-
anískri gagnfyni sinni dekkri mynd af Nietzsche en yfirvegaður lestur á text-
um hugsuðarins leyfir er gagnfyni hans á fegraða Nietzsche-mynd Walters
Kaufmann engu að síður athyglisverð í ljósi síður gagnfynnar Nietzsche-
túlkunar í anda Kaufmanns sem Vilhjálmur Árnason birti í Skírni tæpum
aldarþriðjungi síðar. Ekki er heldur að sjá að umfjöllun Gunnars Dal sé
ómálefnaleg né að hann álíti heimspeki Nietzsches léttvæga speki.
Þótt ekki verði tekið undir með Sigríði að forverar hennar á sviði íslenskra
Nietzsche-túlkana hafi verið ómálefnalegir í umfjöllun sinni og litið á heim-
speki Nietzsches sem léttvæga speki breytir það engu um það að hún og Vil-
hjálmur hafa óneitanlega á réttu að standa þegar þau ýja að því að umrætt
vorhefti Skírnis marki tímamót í sögu Nietzsche-fræða á Islandi. Að undan-
skildum örfáum textabrotum68 voru engir textar Nietzsches íslenskaðir fyrr
68 Árið 1909 kom út í Eimreiðinni (15. ár) „Um að ganga framhjá" úr Also sprach Zarathustra í þýðingu
Jóns Stefánssonar; Mágnús Asgeirsson (Síðkveld, Reykjavík 1923) þýddi úr sama riti „Einu sinni