Hugur - 01.01.2004, Síða 141
Islenskur Nietzsche við aldamót
139
leggur Róbert áherslu á að hann „nefni ofurmennið aldrei á nafn“ í grein
sinni „Eftirmyndir Nietzsches" (nema í tilvísun í kvikmynd, sem reyndar eru
tvær í upphaflegri útgáfu greinarinnar) og því sé fráleitt að hann „tefli ljóð-
skáldi eigin lífs fram í stað misskilinna túlkana á ofurmenni Nietzsches“. „Eg
ræði um hugmyndir leikra (og lærðra) um að hinn sterki einstaklingur
Nietzsches sé hefnigjarn sadisti (t.d. Max Cady), að hinn göfugi maður
Nietzsches sé miskunnarlaus og grimmur (t.d. hjá Russell), að herrarnir hjá
Nietzsche séu ofbeldismenn (t.d. hjá Friðriki J. Bergmann), og hugmyndir
Leopolds um að sumir einstaklingar séu sökum gáfna sinna hafnir yfir aðra
menn og allt siðferði." Þannig sé hann (í greinarhlutanum „Oþokkinn
Nietzsche") einungis að fjalla um „hina göfugu, herrana eða afburðagáfaða
menn“ en fráleitt sé að álíta ofurmennið hluta af þeirri umræðu þar sem hann
nefni það aldrei sjálfur á nafn.118 Þessi meinta fjarvera ofurmennisins stenst
hins vegar ekki nánari skoðun. I greininni „Eftirmyndir Nietzsches" greinir
Róbert frá því að óþokkinn „Cady situr á almenningsbókasafni, yfir bókinni
Svo mœlti 7.araþústra, ,þýska heimspekingsins sem skrifaði um ofur-
mennið‘“,119 en eins og kunnugt er mælir Zaraþústra til fólksins: „Ég boða
ykkur ofurmenni$í,120 Skömmu síðar bætir Róbert við: „I Vígahöfða vottar
fyrir fjölmörgum atriðum sem tengd hafa verið Nietzsche: Hefndarþorsta,
siðleysi, gegndarlausri áherslu á sjálfssköpun og sjálfsaga, öfgafullri einstak-
lingshyggju, úrvalshyggju, höfnun á samúð og náungakærleika og spart-
verskri ást á hörku. Hægur vandi er að ljá þessum viðhorfum villimannlegt
yfirbragð, ekki síst þegar þau eru leidd saman í einni persónu á borð við
Cady“ (111), þ.e. þeim Cady sem nýbúið er að upplýsa okkur um að lesi
þýska heimspekinginn sem skrifaði um ofurmennið. Flestir þeirra eiginleika
sem Róbert telur upp hafa allt frá lokum 19. aldar vakið hugrenningatengsl
við ofurmennið ekkert síður en hinn sterka einstakling, hina göfugu eða
herrana, enda skarast ýmsir eiginleikar þessara æðri „menna“ þótt þau hafi
öll sín sérkenni.121
Ofurmennið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í umfjöllun Róberts um
118 Rök Róberts þess eðlis að hann fjalli í raun ekki um ofurmennið, þar sem það komi aðeins einu sinni
(í raun tvisvar) fyrir í vísun í aðra en fjalli hins vegar til dæmis um herrana, eru óneitanlega furðuleg
þar sem orðið „herrar" kemur aðeins einu sinni fyrir í textanum og það í tilvitnun í Friðrik J. Berg-
mann. Hinn „göfiigi maður" er aðeins nefndur einu sinni á nafn og það í tilvísun í Bertrand Russell.
Afburðagáfaðir menn eru aðeins nefndir einu sinni á nafn í tilvísun og hinn „sterki einstaklingur" er
aldrei nefndur því nafni. Ekkert þessara „menna" er því nefnt jafn oft á nafn og ofurmennið, og því
reynast þessi undanbrögð Róberts haldlítil.
119 Þótt hér sé almennt vitnað í endurprentaða útgáfu af „Eftirmyndir Nietzsches" (1997) í greinasafni
Róberts H. Haraldssonar, Tveggja manna tal (2001), er í þessu tilfelli vitnað í upphaflegu útgáfuna í
Tímariti máls og menningar sem notast var við í „Hvers er Nietzsche megnugur?M. I endurprentuðu
útgáfunni hefúr Róbert leiðrétt setninguna í samræmi við handrit myndarinnar: „[...] Cady situr á al-
menningsbókasafni yfir Svo mœlti Zarapústra, bók ,þýska heimspekingsins sem sagði að guð væri
dauður‘.“ (100) Þótt Róbert sé þannig í endurprentuðu útgáfúnni búinn að fækka þeim stöðum þar
sem orðið „ofúrmenni" kemur fyrir úr tveimur í einn er hugmyndin um dauða Guðs óaðskiljanleg
hugmyndinni um ofúrmennið: „Guð dó, nú viljum við, - að ofúrmennið lifi.M (Svo mœlti Zaraþústra
IV:13:2).
120 Svo mcelti Zaraþústra formáli 3.
121 Þannig talar Ágúst H. Bjarnason t.d. um afburðamenn, æðri menn og ofúrmenni í sömu andrá. Þótt
sh'k hugtök hafi öll sína sérstöðu hjá Nietzsche eru þau samt sem áður tengd innbyrðis.