Hugur - 01.01.2004, Síða 142
140
Davtð Kristinsson
kvikmyndina The Rope í leikstjórn Hitchcocks, sem byggir að hluta á sögu
Leopolds og Loeb, en hkt og fram kemur í greinarhluta „Siðspillirinn Nietz-
sche“ hélt lögfræðingur þeirra því fram að í kjölfar lesturs á ritum Nietzsches
hafi Leopold „tahð að sökum gáfna og menningarlegra yfirburða væri hann
undanþeginn hefðbundnu siðferði, engin boð og bönn næðu (upp) til hans.
Hann mætti gera hvað sem honum sýndist við þá sem væru óæðri.“ (113)
Kvikmyndapersónan sem byggir á Leopold, Brandon, býður til kvöldverðar á
dúklagðri líkkistu fórnarlambsins og á í eftirfarandi samræðu við föður þess
Kentley: „Brandon: Hinir fáu eru afburðamennirnir, sem hafa þvílíka vits-
munalega og menningarlega yfirburði að þeir eru ekki bundnir af hefðbundn-
um siðferðilegum hugtökum; gott og illt, rétt og rangt eru hugtök sem búin
voru til handa hversdagsþrælum, meðalmönnum, undirmálsmönnum sem
þurftu á þeim að halda. Kentley: Þá ert þú augljóslega sammála Nietzsche og
kenningu hans um ofurmennið. Brandon: Já, það er ég.“ (117) I framhaldi af
því gerir Róbert að viðfangsefni hugmyndina um ljóðskáld eigin lífs og þá
meintu mistúlkun Foot að hún snúist um siðlausa fagurhyggju. Róbert teng-
ir „áhyggjur Foot“ (118) m.a. við „Leopold og Loeb“ og „Brandon" (sem er
sammála kenningu Nietzsches um ofurmennið) og telur að þær verði „ekki
sefaðar nema við hugum að því hvað Nietzsche eigi við þegar hann segist vilja
verða ljóðskáld eigin lífs.“ (119) Frá líkkistukvöldverði siðleysingjans Brand-
ons (sem er sammála kenningu Nietzsches um ofurmennið) færist nú sögu-
sviðið yfir á morgunverðarborð ljóðskálds eigin lífs sem „vekur ekki hugrenn-
ingatengsl við glæpi, æsing og ofstopa heldur kyrrð, náttúru, hið fyllta líf.“
(118) I kjölfar lýsingar á lífsmáta ljóðskálds eigin lífs sem gerir ekki flugu
mein telur Róbert sig hafa sefað áhyggjur Foot og félaga: „Þegar hugmyndir
Nietzsches um ljóðskáld eigin h'fs eru raktar kemur í ljós að það er næsta lít-
ið skylt hinum listræna, glæpsamlega bóhem.“ (120) Og í tengslum við hvaða
einstakling kynnir Róbert þessi lýsingarorð til sögunnar fyrr í grein sinni?
Hver er það sem fremur glæp og lítur á hann sem hstaverk? Nú, Brandon
(sem er sammála kenningu Nietzsches um ofurmennið). Með útleggingu
sinni á ljóðskáldi eigin lífs reynir Róbert að sefa áhyggjur af siðleysi manna á
borð Brandon sem styðst við kenningu Nietzsches um ofurmennið. Sú full-
yrðing Róberts að það sé fráleitt að hann „tefh ljóðskáldi eigin lífs fram í stað
misskilinna túlkana á ofurmenni Nietzsches" stenst því ekki nánari skoðun.
Auk þess ber að hafa í huga að Foot122 og Vilhjálmur123 eru í umræðu sinni
122 Foot 1994: „Nictzschc says that he is going to query the value of moral values, which suggests that
he has some other value in play. And there is, indeed, a positive side to Nietzsche’s ideology. He is
afíirming a special kind of aestheticism, and attacking morality partly on its own ground but partly
in the interest of what he calls the ‘ascending’ type of man. What was to be seen as ‘good’ was the
‘strong’, ‘fine’, ‘noble’, ‘subtle’ type of human being. This free and joyous spirit, subjecting himself to
the sternest discipline but accepting no rule from others, was sometimes seen by Nietzsche as the
,overman’, the superman of Nietzschean popular legend: that is as one who belonged to the future.
But actual human beings might be seen as stepping stones or bridges on the way to this future." (5)
I næstu málsgrein vitnar Foot síðan fagurhyggjutúlkun sinni til stuðnings í Nietzsche sem ljóðskáld
eigin lífs (Die fröhliche Wissenschaft 299).
123 Vilhjálmur skrifar: „Afstaða Nietzsches gengur því þvert á þá siðferðilegu kröfii að manneskjunni sé
sýnd virðing óháð tilteknum eiginleikum. Að þessu leyti fellur kenning hans um ofurmennið betur að
fagurfræðilegum viðmiðunum en siðfræðilegum. Líkt og Kierkegaard hóf hið siðferðilega upp á hærra