Hugur - 01.01.2004, Side 173

Hugur - 01.01.2004, Side 173
Lífpólitísk framleiðsla 171 Konunglegforréttindi Það sem gjarnan var nefnt konungleg forréttindi fullveldisins virðist í raun endurtekið og jafnvel verulega endurnýjað í uppbyggingu Veldisins. Ef við héldum okkur innan hugtakaramma klassískra lands- og alþjóðalaga þá gæt- um við freistast til að segja að yfirþjóðlegt hálfgildings-ríki sé í burðarliðn- um. Þetta virðist okkur þó ekki vera nákvæm lýsing á stöðu mála. Þegar kon- ungleg forréttindi nútíma fullveldis birtast á ný í Veldinu taka þau á sig allt aðra mynd. Til dæmis má nefna að það hlutverk fullvalda ríkis að beita her- afla var áður í höndum þjóðríkja nútímans og er nú í höndum Veldisins, en, eins og við höfum séð, þá er hervaldsbeiting nú réttlætt með varanlegu und- antekningarástandi, og hernaðurinn sjálfur tekur á sig mynd lögregluaðgerð- ar. Onnur konungleg forréttindi á borð við fullnægingu réttlætis og álagn- ingu skatta hafa álíka torsýnilega tilvist. Við höfum þegar komið inn á jaðarstöðu dómsvalds í líkömnun Veldisins, og einnig mætti halda því fram að álagning skatta hafi jaðarstöðu sem tengist æ meir sérstökum og stað- bundnum vandamálum. Það má því segja að fullveldi Veldisins raungerist á jöðrunum, þar sem landamæri eru sveigjanleg og sjálfsmyndir blandaðar og fljótandi. Það er erfitt að segja til um hvort er Veldinu mikilvægara, miðjan eða jaðrarnir. Satt að segja virðast miðja og jaðar hafa stöðug sætaskipti og flýja sérhverja ákvarðaða staðsetningu. Við gætum jafnvel orðað það svo að ferlið sjálft sé sýnd63 og að vald þess liggi í valdi sýndarinnar. Einhver kynni samt sem áður að færa fram þau mótrök að jafnvel þótt uppbygging heimsvaldafullveldis sé sýndarferli og láti til sín taka á jöðrun- um, þá sé hún á margan hátt afar raunveruleg! Við ætlum okkur sannarlega ekki að neita þeirri staðreynd. Staðhæfing okkar er öllu heldur sú að við eig- um hér í höggi við sérstaka tegund fullveldis — ósamfellt fullveldi sem við ættum að álíta torsýnilegt og jaðrað upp að því marki sem það lætur til skar- ar skríða á „lokastiginu“; einveldi sem staðsetur eina viðmiðunarpunkt sinn í algjöru úrslitavaldi sínu. Veldið birtist okkur því í gervi hátæknivélar: Það er sýnd, byggð til að stýra jaðaratburðum og það er skipulagt til að drottna yf- ir kerfinu og bregðast við bilunum þess þegar nauðsyn ber til (rétt eins og háþróaðasta tækni vélmennaframleiðslu). Sýndareiginleikar og ósamfella heimsvaldafullveldisins draga samt ekki úr áhrifamætti þess; þvert á móti eru það einmitt þessir eiginleikar sem efla áhöld þess, og sýna um leið fram á skilvirkni þess í sögulegu samhengi líðandi stundar og réttmætan mátt til að leysa úr vandamálum heimsins á lokastiginu. Við getum nú spurt hvort að á þessum nýju lífpólitísku forsendum sé hægt að ná tökum á ásýnd og lífi Veldisins með réttarlíkani. Við höfum þegar séð að þetta réttarlíkan verður ekki byggt upp innan núverandi form- gerðar alþjóðalaga, jafnvel þegar það er skilið í ljósi nýjustu framþróunar Sameinuðu þjóðanna og annarra stórra alþjóðastofnana. Utfærslur þeirra á 63 [Erfitt er að þýða lýsingarorðið virtual svo vel sé, og er því þess vegna snúið í líki nafnorðs og þýtt sem ‘sýnd’. Virtuality er þýtt á sama hátt.]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.