Hugur - 01.01.2004, Page 173
Lífpólitísk framleiðsla
171
Konunglegforréttindi
Það sem gjarnan var nefnt konungleg forréttindi fullveldisins virðist í raun
endurtekið og jafnvel verulega endurnýjað í uppbyggingu Veldisins. Ef við
héldum okkur innan hugtakaramma klassískra lands- og alþjóðalaga þá gæt-
um við freistast til að segja að yfirþjóðlegt hálfgildings-ríki sé í burðarliðn-
um. Þetta virðist okkur þó ekki vera nákvæm lýsing á stöðu mála. Þegar kon-
ungleg forréttindi nútíma fullveldis birtast á ný í Veldinu taka þau á sig allt
aðra mynd. Til dæmis má nefna að það hlutverk fullvalda ríkis að beita her-
afla var áður í höndum þjóðríkja nútímans og er nú í höndum Veldisins, en,
eins og við höfum séð, þá er hervaldsbeiting nú réttlætt með varanlegu und-
antekningarástandi, og hernaðurinn sjálfur tekur á sig mynd lögregluaðgerð-
ar. Onnur konungleg forréttindi á borð við fullnægingu réttlætis og álagn-
ingu skatta hafa álíka torsýnilega tilvist. Við höfum þegar komið inn á
jaðarstöðu dómsvalds í líkömnun Veldisins, og einnig mætti halda því fram
að álagning skatta hafi jaðarstöðu sem tengist æ meir sérstökum og stað-
bundnum vandamálum. Það má því segja að fullveldi Veldisins raungerist á
jöðrunum, þar sem landamæri eru sveigjanleg og sjálfsmyndir blandaðar og
fljótandi. Það er erfitt að segja til um hvort er Veldinu mikilvægara, miðjan
eða jaðrarnir. Satt að segja virðast miðja og jaðar hafa stöðug sætaskipti og
flýja sérhverja ákvarðaða staðsetningu. Við gætum jafnvel orðað það svo að
ferlið sjálft sé sýnd63 og að vald þess liggi í valdi sýndarinnar.
Einhver kynni samt sem áður að færa fram þau mótrök að jafnvel þótt
uppbygging heimsvaldafullveldis sé sýndarferli og láti til sín taka á jöðrun-
um, þá sé hún á margan hátt afar raunveruleg! Við ætlum okkur sannarlega
ekki að neita þeirri staðreynd. Staðhæfing okkar er öllu heldur sú að við eig-
um hér í höggi við sérstaka tegund fullveldis — ósamfellt fullveldi sem við
ættum að álíta torsýnilegt og jaðrað upp að því marki sem það lætur til skar-
ar skríða á „lokastiginu“; einveldi sem staðsetur eina viðmiðunarpunkt sinn í
algjöru úrslitavaldi sínu. Veldið birtist okkur því í gervi hátæknivélar: Það er
sýnd, byggð til að stýra jaðaratburðum og það er skipulagt til að drottna yf-
ir kerfinu og bregðast við bilunum þess þegar nauðsyn ber til (rétt eins og
háþróaðasta tækni vélmennaframleiðslu). Sýndareiginleikar og ósamfella
heimsvaldafullveldisins draga samt ekki úr áhrifamætti þess; þvert á móti eru
það einmitt þessir eiginleikar sem efla áhöld þess, og sýna um leið fram á
skilvirkni þess í sögulegu samhengi líðandi stundar og réttmætan mátt til að
leysa úr vandamálum heimsins á lokastiginu.
Við getum nú spurt hvort að á þessum nýju lífpólitísku forsendum sé
hægt að ná tökum á ásýnd og lífi Veldisins með réttarlíkani. Við höfum
þegar séð að þetta réttarlíkan verður ekki byggt upp innan núverandi form-
gerðar alþjóðalaga, jafnvel þegar það er skilið í ljósi nýjustu framþróunar
Sameinuðu þjóðanna og annarra stórra alþjóðastofnana. Utfærslur þeirra á
63 [Erfitt er að þýða lýsingarorðið virtual svo vel sé, og er því þess vegna snúið í líki nafnorðs og þýtt
sem ‘sýnd’. Virtuality er þýtt á sama hátt.]