Hugur - 01.01.2004, Síða 203
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
201
um, og aðferðafræðin sem Foucault setur fram í Fornminjafræöipekkingar er
síðan að mörgu leyti mjög ólík henni. Foucault var sjálfur óánægður með
Fornminjafræðipekkingar og eftir að hafa lokið við þá bók sagði hann skilið
við fornminjafræði.8
I Orðum og hlutum fjallar Foucault um þær fræðigreinar sem höfðu h'f, mál
og vinnu að viðfangsefni, frá endurreisnartímanum til 19. aldar. Hann greinir
ákveðin mynstur í þessum fræðigreinum, og dregur af þeim ályktanir eða til-
gátur um ómeðvituð „hugsunarkerfi“ sem liggja þeim til grundvallar. Vís-
indaleg þekking er einungis yfirborð þekkingarinnar, en undir yfirborðinu er
fornminjafræðileg þekking sem gerir vísindalega þekkingu mögulega. Forn-
minjafræðileg þekking ákvarðar ekki hvaða vísindaleg þekking er sönn eða
réttlætanleg og hver ekki, heldur hvaða þekking getur yfirleitt talist vísindaleg.
Með öðrum orðum, hún ákvarðar ekki hvort setningar í fræðilegri orðræðu
hafi sanngildið satt eða ósatt, heldur hvort þær geti yfirleitt haft sanngildi.9
Hugsunarkerfin nefnir Foucault episteme, eftir forngríska orðinu fyrir
þekkingu. Episteme er einhvers konar ómeðvitað reglubundið kerfi sem ger-
ir ákveðna þekkingu mögulega. Hugsunarkerfi breytast í tímans rás, þó ekki
á samfelldan hátt heldur með nokkuð snörum umskiptum á nokkrum ára-
tugum. Slík umskipti hafa að minnnsta kosti tvisvar átt sér stað, að mati
hans, þar sem gjörbreyting hefur orðið á hugsunarkerfiim. Fyrra skiptið er á
fyrri hluta 17. aldar, og markar skil á milli endurreisnartímans og nýaldar.
Seinna skiptið er í lok 18. aldar og markar skil á milh nýaldar og nútímans.
I Orðum og hlutum þóttist Foucault sjá merki um að þriðju umskiptin væru
að eiga sér stað um og eftir miðbik 20. aldar.
Þótt Orð og hlutir hafi þær fræðigreinar að viðfangsefni sem þölluðu um líf,
mál og vinnu, þá var það ekki fyrr en í lok 18. aldar sem þessi þrjú efni verða
grundvaUarviðfangsefni þekkingar. Þau höfðu auðvitað verið til umræðu í
þekkingarsköpun fyrri tíma, t.d. í samsafni endurreisnarþekkingar og í flokk-
um og töflum nýaldarfræðigreinanna náttúrusögu, almennri málfræði og
auðgreiningu; en ekki sem miðpunktar eigin fræðigreina og varla heldur sem
eiginleg „viðföng" þelddngar. I lok Orða og hluta heldur Foucault því fram að
„maðurinn1 hafi ekki orðið til sem eiginlegt viðfang þekkingar fyrr en í lok
18. aldar með þeim umbreytingum sem þá urðu í hugsunarkerfum vísinda og
fræða. Sé þetta rétt, og hugsunarkerfi nútímans að breytast, þá getur maður-
inn aftur horfið sem viðfang þekkingar „eins og andlit dregið í fjörusand".10
Mannvísindi urðu ekki möguleg fyrr en með tilurð mannsins (sem viðfangs
8 Foucault gerði sér grein fyrir að sú bók væri að mörgu leyti afleit: aðferðin er b'tt tengd sögulegri þekk-
ingu og raunverulegum dæmum, sem gera önnur verk Foucaults svo lifandi, áhugaverð og sannfær-
andi. Foucault býr til nánast nýjan orðaforða, með almennri greiningu orðræðunnar í ýmis konar regl-
ur, vensl, grunnþætti, hætti og svið, sem á endanum eru of óljós, víðfeðm og óhlutbundin til að koma
að nokkru gagni.
9 Til er ágæt umfjöllun um Orð og hluti á íslensku í Matthías Viðar Sæmundsson: „Orð og hlutir: Um
hugsunarkerfi Michels Foucaults", Myndirá sandi: Greinar um bókmenntirog menningarástand, Reykja-
vík 1991, bls. 138-145. Sjá einnig Ian Hacking: „„Stíll“ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga", ísl. þýð.
Kristín Halla Jónsdóttir og Skúli Sigurðsson, Einar Logi Vignisson og Ólaíur Páll Jónsson (ritstj.):
Heimspeki á tuttugustu öld: Safh merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, Reykjavík 1994, bls. 241-265.
10 Michel Foucault: The Order ofThings, bls. 308.