Hugur - 01.01.2004, Page 205
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
203
ingar hafa einnig fjallað um ósammælanleika og sumir, eins og Feyerabend,
gengið mun lengra en Kuhn eða Fleck gerðu.
I þriðja lagi, hugsunarkerfin eru ekki einungis skilyrði þekkingar heldur
einnig skilyrði viðfanga hennar. Hugsunarkerfi skapar hverju viðfangi þekk-
ingar rými, afmarkar það, skilgreinir og flokkar, og tengir öðrum viðföngum
og ýmiss konar þekkingu. Fyrir utan þetta kerfi getum við ekki sagt meira
um viðfang þekkingar en Kant vildi segja um hlutinn í sjálfum sér (þ. das
Ding an sich). Stundum gekk Foucault lengra og sagði að viðföngin væru
ekki til fyrir utan viðeigandi hugsunarkerfi sem viðföng þekkingar: „Fyrir lok
átjándu aldar var maðurinn ekki til — ekki frekar en máttur lífsins, frjósemi
vinnunnar eða söguleg þykkt tungumálsins.“14 Auðvitað voru menn til út um
allt löngu fyrr, jafnt karlar sem konur, en þeir voru ekki viðfang fræðilegrar
þekkingar og því ekki það sama og það sem við höfum átt við með „mann-
inum“ síðan í lok 18. aldar. Hugtök vísa því ekki til sjálfstæðra fyrirbæra ut-
an þekkingarinnar, heldur eru þau afsprengi hugsunarkerfa og þeirrar fræði-
legu orðræðu sem á þeim byggir. Þessar hugmyndir Foucaults má kenna við
nafnhyggju (e. nominalism), þótt sú stefna hafi verið meira til umfjöflunar í
engilsaxneskri rökgreiningarheimspeki heldur en í franskri meginlands-
heimspeki. Nafnhyggja er venjulega álitin andstæð raunhyggju, en þessar
tvær stefnur og tengsl þeirra eiga sér langa sögu, sem á sér upphaf í deilum
á miðöldum um eðli altækra hugtaka. Með nokkurri einföldun má segja að
samkvæmt nafnhyggju tilheyrir hlutur ákveðinni tegund einungis í krafti
þess að vera nefndur, flokkaður, og fundinn staður í þekkingu okkar. Hann
hefur ekkert tegundareðli í sjálfum sér utan þekkingar okkar á honum. Sam-
kvæmt raunhyggju tilheyrir hver hlutur hins vegar sinni tegund samkvæmt
sínu náttúrulega eðli. Raunhyggja af þessu tagi tengist hluthyggju og eðlis-
hyggju, en of langt mál er að fara út í þá sálma hér.
Þessi þrjú atriði hér að framan má því taka saman með lykilorðunum sögu-
hyggja, ósammælanleiki og nafnhyggja. Þau lýsa heimspekilegri afstöðu
Foucaults eins og hún birtist í Orðum og hlutum. En réttlætingin fyrir þess-
ari afstöðu er söguleg greining Foucaults, og hún hefur sætt gagnrýni. Hann
hefur einkum verið gagnfyndur fyrir að fara frjálslega með sögulegar stað-
reyndir, velja úr þá sögulegu texta sem féllu að kenningum hans og heim-
spekilegri afstöðu, mistúlka sögulegar staðreyndir og að alhæfa ótæpilega út
frá einstökum dæmum.15 Þessi gagnrýni á að einhverju leyti við rök að styðj-
ast, en hún er ekki eins alvarleg og halda mætti. Eins og kanadíski heim-
spekingurinn Ian Hacking hefur fært rök fyrir, má fyrirgefa Foucault ein-
hverja ónákvæmni vegna þess að tilgangur hans er ekki að rekja sagnfræðileg
efni af nákvæmni og út í hörgul, heldur er tilgangur hans miklu fremur póli-
tískur og heimspekilegur:
Við sjáum ekki einungis að stundum er ekki alveg rétt farið með
14 Michel Foucault: The Order ofTbings, bls. 308 (skáletrun í frumtexta).
15 Sjá t.d. Gary Gutting: Michel Foucault’s Archaeology of Scientific Reason, Cambridge, 1989, bls. 175-
179.