Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 207
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
205
árið 1970 gerir Foucault grein fyrir áformum sínum um að beina rannsókn-
um sínum í auknum mæli að valdi, en tengir þau áform við fornminjafræð-
ina. En fornminjafræðiritin urðu ekki fleiri, og tengsl rita Foucaults á átt-
unda áratugnum við fornminjafræðina eru óljós. Þó er ljóst að í þeim beitir
Foucault ekki fornminjafræði.18
Gagnrýni
I bókinni Geðveiki og óskynsemi (1961) lýsir Foucault því hvernig læknar og
samfélagið almennt hafi bælt niður geðveikina, undirokað hina geðsjúku og
þaggað niður rödd órökvísinnar. Valdið sem þar sé að verki sé hið beina vald
þess, sem valdið hefur, yfir hinum, sem hefur það ekki. Sem dæmi má nefna
vald læknis, lögreglu eða yfirvalds sem lokar hinn geðveika inni, eða vald lækn-
is til að beita hinn geðveika ýmis konar þvingunum í nafni læknismeðferðar.
Þetta er hið viðtekna valdshugtak; valdið kemur að ofan, er eitthvað sem hægt
er að hafa eða hafa ekki, og heftir, kúgar og útilokar. Valdið er lóðrétt.
I upphafi áttunda áratugarins þróaði Foucault annars konar valdshugtak,
sem tengir valdið ekki við einvaldinn eða drottnarann, heldur við þekkingu.
Valdið er, í lykilorðum, lárétt, dreift, verklegt, virkt og skapandi. Vald er lá-
rétt og dreift í þeim skilningi að það er ekki vald einvaldsins eða drottnarans
yfir þegnum sínum eða þrælum, heldur gegnsýrir það nánast öll mannleg
samskipti. Við skulum ekki ímynda okkur að valdatengsl samfélagsins myndi
eitt stigveldi þar sem einvaldurinn trónir efst, heldur sem net. Vald er ekki
réttur eða forréttindi sem einhver hefur, heldur er það einungis til þegar því
er beitt í verki. Það er verklegt. Enginn hefur vald, en allir beita því. Vald er
virkt, vegna þess að enginn er óvirkur í valdatengslum; vald birtist í átökum
fremur en í kúgun. Þótt valdatengsl séu virk eða gagnvirk geta þau verið
ósamhverf í þeim skilningi að oft hallar meira á annan aðilann en hinn. Þótt
vald geti verið kúgandi, er það ekki síður skapandi, drífandi og frjótt. Vald
heftir, hamlar og bindur, en það skapar líka nýja möguleika á því hvað hægt
er að hugsa, gera og vera. Auk þess skapar vald nýja þekkingu, sem um leið
breytir valdatengslum og býr til ný.19 Foucault áleit, eins og Kant, að ákveð-
in skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að þekking væri möguleg. En hjá
Foucault liggja þessi skilyrði ekki í eðli ósögulegrar, hreinnar skynsemi, held-
ur í orðræðum og valdatengslum samfélagsins, og þau taka breytingum um
leið og orðræður og valdatengsl breytast.
Valdshugtak Foucaults er mjög jarðbundið. Sjálft valdshugtakið má skil-
greina sem athafnir sem beinast að athöfnum, nánar tiltekið athafnir sem
miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra. Það á ekki að
koma í stað lóðrétta valdshugtaksins, heldur á það að lýsa ákveðinni gerð af
valdatengslum, sem þróuðust í Evrópu á 17. og 18. öld. Foucault setti fram
18 Sjá Foucault: „Skipan orðræðunnar".
19 Ein skýrasta framsetningin á valdshugtaki Foucaults er í tveim fyrirlestrum sem hann hélt í upphafi
árs 1976. Sjá Michel Foucault: „Two Lectures [1976]“ í Power/Knowledge, New York, 1980.