Hugur - 01.01.2004, Side 233
Villingurinn og lýðrœðið
23 í
bók þeirri sem ef til vill mætti kalla hina einu sönnu „viðurkenndu" handbók
um hugmyndir og lífshlaup Derrida fram á síðasta áratug 20. aldar, það er að
segja bókarkverið sem Derrida skrifaði ásamt kunningja sínum og lærisveini
Geoffrey Bennington,21 lætur Derrida hafa orðið „voyou um sjálfan sig á
unglingsaldri í Algeirsborg stríðsáranna (í framhaldi afþví að honum var vik-
ið úr skóla fyrir þá sök eina að vera gyðingur).22 Derrida virðist með öðrum
orðum ekki hafa mikið út á það að setja að orðið sé haft um hann sjálfan.
Af þessari umræðu skulum við einfaldlega draga þá niðurstöðu, án frekari
réttlætingar, að „voyou skuli þýða með orðinu „villingur",23 og að „rogue sta-
tes“ séu þá „villingaríki".24 Islenskur titill bókarinnar sem við erum að fást við
yrði þá Villingar.
V
Þá er loksins komið að því að beina sjónum að sjálfu innihaldi bókarinnar
sem í bráðabirgðaþýðingu okkar hefur hlotið titilinn Villingar: Tvœr ritgerð-
ir um skynsemina. Förum hratt yfir sögu fyrst í stað að minnsta kosti. Bókin
ber þess merki að Derrida nálgast nú endalok höfundarferils síns og finnur
hjá sér þörf fyrir að tengja saman ólíka þætti í hugsun sinni í þeim tilgangi
að minnka hættuna á rangtúlkunum og sleggjudómum. Þannig geymir rit-
gerðin um „skynsemi hins sterka“ gagnmerka kafla þar sem Derrida heldur
því afdráttarlaust fram að hugmyndir þær sem hann mótaði í upphafi ferils
síns, strax á sjöunda áratug 20. aldar, til dæmis um skilafrest (différance), slóð
(trace) og uppbót (supplément), standi í órjúfanlegum tengslum við hug-
myndir hans um lýðræði, réttlæti og gestrisni sem fram hafa komið á síðustu
fimmtán árum eða svo.25 Þessi tengsl taka í Villingum á sig ýmsar fremur
nýstárlegar myndir, einkum fyrir meðalgöngu hugtaka á borð við skilyrðis-
21 Geoffrey Bennington og Jacques Dernda, Jacques Derrida, París, Seuil 1991.
22 Sjá sama rit, s. 301.
23 Nefnum nokkur dæmi til viðbótar um dálæti Derrida á orðinu „voyou", það er að segja (í íslenskri
þýðingu vorri) „villingur". Einn undirkafli Voyous ber heitið „Le voyou que je suis“ og lýkur með
spurningunni „Oii donc est passé le voyou que je suis ici?“ (s. 103). Hér er tvíræðni á ferð sem Derr-
ida gerir sér að sjálfsögðu mat úr: sagnmyndin „suis“ í sambandinu „je suis“ getur bæði vísað til sagnar-
innar „vera“ og „fylgja eftir, elta, eltast við“. Kaflaheitið getur því hvort heldur þýtt „Villingurinn sem
ég er“ og „Villingurinn sem ég er að eltast við“; og lokaorð kaflans má einnig lesa á tvo vegu: „Hvað
er þá orðið af honum, villingnum sem ég er (að eltast við) hér?“. A hinn bóginn, og til að auka enn á
íroníuna, bendir Derrida á öðrum stað á að „enginn segi, samkvæmt skilgreiningu, ‘ég er, ego sum, vill-
ingur’" (s. 96-97). Þessi staðhæfmg kemur í framhaldi af eftirfarandi athugasemd: „Villingurinn er
alltaf einhver annar, hann er alltaf sá sem hinn réttsýni borgari eða fulltrúi ríkjandi siðferðis og laga
bendir á“ (s. 96). En annars staðar í textanum gengur Derrida svo langt að kenna sig, hér um bil ótví-
rætt, við villinginn: „[...] sá villingur sem ég er [...]“ (s. 29; „[...] en voyou que je suis [...]“).
24 Hér kemur engu að síður ofurlítil og ómerkileg réttlæting, svo gott sem óígrunduð í öðru en hreinum
smekk'. „þijótaríki", „ótuktarríki" eða „prakkararíki" gengur ekki. „Umrenningsríki" er út í hött. „Dýrbíts-
ríki“? Ekki svaravert. Einhveijum kynni að detta í hug að tala um „skúrka" — og svo vill raunar til að þýsk
útgáfa bókarinnar sem við erum að eltast við ýtir undir þennan kost með þvf að hún heitir Schurcke (og
það orð er cinmitt hin viðurkennda þýska þýðing á „rogue“ í sambandinu „rogue stateu, sbr. Derrida, Voy-
ous, s. 135) - en „skúrkaríki" hljómar ekki alveg jafn vel og „villingaríki", sem þar að auki hefur þann kost
að enduróma hugtakið „undanvilhngur" og skírskota þar með til dýrafræðilegrar merkingar orðsins.
Sjá einkum Derrida, Voyous, s. 59-64.
25