Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 9
Er vit í vísindum? II Eg kallaði vísindin eina helgustu arfleifð mannkynsins. En hver er hún, þessi arfleifð? Hvað eru vísindi? Flestir menn munu telja sig eiga nokkurt svar við þessari spurningu og þykjast vita að vísindin afli þekkingar, þekk- ingar á staðreyndum. En þá vaknar bersýnilega ein fornfrægasta gáta allrar heimspeki eða hugsunarfræði: hvað í ósköpunum er þekking? Einhver elzta glíma sögunnar við þessa gátu er sú sem Platón háði í þeirri samræðu sinni sem hann nefndi Þeaítetos eftir hinum mikla stærð- fræðingi, fyrsta háskólakennara sögunnar í þeirri grein. Ein niðurstaða Platóns er þar sú að þekking hljóti að vera sannleikur þótt sannleikurinn þurfi ekki að vera þekking. Og Pontíusi Pílatusi hefði Platón meðal annars getað svarað á þá Ieið að sannleikurinn sé óbreytanlegur og eilífur: ef það er satt að efnið sé ein mynd orkunnar þá hefur það alltaf verið satt og verður ávallt satt. Og segjum að þetta sé rétt: það sem við vitum hlýtur að vera satt, og það sem er satt hefur alltaf verið satt og verður satt um alla framtíð. Nú hafa menn um langar aldir viljað ganga lengra en Platón gerði í rökræðu sinni um þekkinguna og skilja þekkingarhugtakið svo að það sem við vitum hljóti ekki einasta að vera satt, heldur hljóti það að vera sannaðr Svo að dæmi sé tekið steyta margar skarplegustu rökfærslur Descartes við þeim steini að hann kunni ekki að gera skýran og skipu- Iegan greinarmun á sannindum setningar og sönnun hennar, á vitneskju og vissu.3 Og þessi ruglandi Descartes, sem við þykjumst geta kallað svo, Iifir auðvitað enn: það líður varla sá dagur að okkur sé ekki sagt að eitt eða annað hafi verið ,vísindalega sannað*: á dögunum las ég í Alþýðu- blaðinu að þýzkur vísindamaður hefði sannað að húsmóðurstarfið væri erfiðasta starf í heimi. En svo örðuglega sem það hefur gengið á okkar dögum að kveða niður trú almennings, eða kannski öllu heldur blaða- manna, á vísindalegar sannanir fyrir orsökum sjúkdóma, afstæði hreyfing- ar, erfiði starfa eða öðru lífi, þá hafa upplýstir menn með köflum kunnað góð skil á efasemdum um allar vísindalegar sannanir aðrar en stærðfræð- innar einnar. Með köflum, sagði ég. Því segja má að á 17du öld hafi öll efahyggja um vísindalegar sannanir verið kveðin í kútinn: því olli eitt rit öðrum fremur Stœrðalögmál Newtons (1687). Og í meira en tvær aldir var þessi bók, sem er ef til vill mesta stórvirki mannsandans, ekki einungis hin sanna fyrirmynd allra vísinda, heldur lifandi sönnun þess að réttnefndar 247
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.