Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 11
Er vit í vísindum? sinni á að vera ámóta yfirborðslegir og hver annar. Ég mun því velja mér svolítinn sjónarhól, og það geri ég, held ég, bezt með því að miða frásögn mína við glímu Poppers við ,markavandann‘ sem hann kallar svo: þann vanda hvernig draga beri mörk milli vísinda og gervivísinda. Til hinna síðarnefndu mun að minnsta kosti óhætt að telja stjörnuspeki og anda- lækningar. A hinn bóginn kynnu menn að hika við að fylgja Popper þegar í Ijós kemur að hann vill telja til gervivísinda tvær virðulegar rannsóknar- greinar 20stu aldar, annars vegar sálarfræði Freuds og fylgismanna hans, hins vegar söguspeki þá og þjóðfélagsfræði sem siður er að tengja nafni Karls Marx. En hvað sem því líður er það án efa einn helzti styrkur að- ferðarfræði Poppers hve öflugt vopn hún er í skynsamlegri viðureign við gervivísindi af ýmsu tæi: holheimskenningu og pýramídafræði, dómsdags- kenningar um alheiminn og samsæriskenningar um samfélagið, sálarrann- sóknir og önnur handanheimafræði, Iíffræði Lysenkos og kynþáttafræði Rosenbergs.7 Slík gervivísindi eru óneitanlega eitthvert forvitnilegasta fyrir- bæri mannlífsins í Evrópu og Ameríku á 20stu öld, þar sem skólar hafa að mestu leyti tekið við öllu uppeldisstarfi af heimilum og kristinni kirkju - og sú breyting er talin til framfara, eins og það liggi í augum uppi að hjáfræði hinna skólagengnu kynslóða okkar aldar séu ákjósanlegri en hjá- trú hinna kirkjuræknu kynslóða fyrri alda, gasofnar eftirsóknarverðari en galdrakestir. En við skulum ekki skeyta að sinni um rætur gervivísind- anna, né heldur um ávextina sem þau hafa borið og bera enn, bæði í einka- lífi manna og félagslífi. Ég vil geta þess eins að gagnvart hjáfræðum eða gervivísindum stóð meira eða minna hefðbundin raunhyggja alls þorra vísindamanna, sem og heimspekinga á borð við þá Bertrand Russell, Ludwig Wittgenstein og Rudolf Carnap, fullkomlega varnarlaus. Þótt ekki væri annað féllu til að mynda margir frumkvöðlar Vínarskólans svonefnda, eins helzta vígis vísindalegrar raunhyggju á öldinni, hver um annan þver- an fyrir sálgreiningu og jafnvel sálarrannsóknum, að því er virðist öld- ungis gagnrýnislaust. Reyndar er raunhyggjan og sú aðferðarfræði sem henni hefur fylgt frá fyrstu tíð að flestu leyti fullkomin andstæða kenningar Poppers. Því er rétt að fara örfáum orðum um hana. Aður er sagt að menn telji vísindin afla þekkingar á staðreyndum. Þetta hafa raunhyggjumenn, allt frá Francis Bacon til höfunda þeirrar efnafræði sem nú er kennd í íslenzkum mennta- skólum, skilið svo að frumskylda vísindanna sé að safna fróðleik, sem allra mestum fróðleik um eitthvert efni. Síðan megi freista þess að flokka 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.