Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 22
Tímarit Máls og menningar vísindi' (,normal science‘). Og það er lýsing hans á hefðbundnum vísind- um sem er Popper og lærisveinum hans mestur þyrnir í augum. I þessari lýsingu hefðbundinna vísinda kemur viðmiðshugtakið til sög- unnar, og ber mér nú að víkja að því máli mínu. Ef bók Kuhns er vand- lega lesin, eins og frú Margaret Masterman hefur lesið hana, þá kemur í ijós að þetta höfuðhugtak hans má skilja tuttugu og einum skilningi.24 Þessar merkingar orðsins eru þó ekki allar ósamþýðanlegar og kannski engar öldungis. Þeim má skipa í þrjá meginflokka. í fyrsta lagi eru viðmið Kuhns það sem við mundum kalla hugmyndaheima á borð við hugmynda- heim Newtons sem á var minnzt: þennan skilning orðsins getum við kallað hugsunarfræðilegan skilning þess. í öðru lagi skilur Kuhn orðið félagsfræðilegum skilningi: viðmiðin eru þá stofnanir í hinum víða skiln- ingi orðsins sem alkunnur er úr félagsfræðum. I þriðja lagi leggur Kuhn mjög hlutbundna merkingu í orð sitt: sem dæmi um viðmið í þeirri merk- ingu nefnir hann einstakar bækur á borð við Stœrðalögmál Newtons eða þá kennslubækur eftir að þær komu til sögunnar, en líka til dæmis ákveðna tækni svo sem beitingu Lavoisier á vogarskálum og aðra beitingu hvers konar mælitækja. Viðmið í þessum hlutbundna skilningi eru mönnum til fyrirmyndar í starfi: því má kannski segja að þessi skilningur orðsins sé að nokkru leyti sálfræðilegur. Þetta síðastnefnda hlutbundna viðmiðshugtak er að líkindum svolítið nýstárlegra en hin. Það á til dæmis nokkurt erindi við söguritara bók- mennta og lista. Eins og menn vita svífur flestöll bókmenntasaga og lista- saga, að svo miklu leyti sem hún er ekki ártalaskrá og æviatriða, mjög í lausu lofti. Listfræðingar tala mikið um stefnur og strauma, en þessar stefn- ur og straumar eru sjaldnast annað en tilbúningur þeirra sjálfra til að setja á bækur, sem allur þorri listamanna fyrri alda yrði furðu lostinn yfir ef hann læsi. Að vísu hefur þetta breytzt nokkuð á okkar dögum þegar virð- ingarleysið fyrir listinni veldur því að listfræðingar ráða einatt ferðinni: svokallaðir listamenn réttlæta verk sín með tilvísun til stefna og strauma - þetta er nútímalist, segja þeir, nýjasta nýtt - og koma sér um leið í mjúk- inn hjá þeirri deild fjölmiðlanna sem kennir sig við gagnrýni. En hvað um þetta: í stað þess að listfræðingar velti vöngum um stefnur og strauma bendir Kuhn á þann kost að ef til vill megi leita samhengis í listasögu með því að reyna að segja söguna sem sögu stælinga á fyllilega hlutbundn- um fyrirmyndum: tilteknu málverki, hljómkviðu eða kvæði eða þá á ein- 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.