Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 68
Tímarit Máls og menningar blátt blóð, göfugt blóð. Þetta var nóg. Ég vissi að sönnu ekki hve gamalt þetta var í málinu, en það var að minnsta kosti ekki alveg nýtt af nálinni. Ég lét það nægja. Síðan valdi ég um, hvort ég ætti að nota illt, slæmt eða vont blóð. Ég valdi það sem mér þótti best eiga við Rimbaud, en um slík atriði má lengi vera í vafa. Ef ég nú lít á upphafið á þessu órímaða ljóði, Mauvais sang, hlýt ég að játa, að þótt ég hefði á sínum tíma komist í það hugarástand að ég þóttist geta þýtt ljóðið, þá nægði það ekki til að þýðingin yrði til fyrirmyndar. Upphafið er þannig í þýðingunni: „Ég hef frá forfeðrum mínum hinum gallversku ljósblá augu, þröngt heilabú og klunnaskap í bardaga.“ Ef þetta er athugað nánar með hliðsjón af byggingu íslensks máls kem- ur í ljós að sögnin „að hafa“ í upphafi setningarinnar stendur ekki vel af sér miðað við heildina, þótt hún geri það hinsvegar á frönskunni. Það er jú ekkert að athuga við það samkvæmt íslensku máli að hafa þröngt heilabú, en að hafa klunnaskap, horfir það ekki öðruvísi við? Hér hefði ég e. t. v. þurft að bæta inn í sögninni að erfa, að ég hefði erft klunna- skapinn frá forfeðrunum. Og þó kann þetta að vera hótfyndni sprottin af ótta við að hafa samið sig um of að setningaskipun og orðaröð frönsk- unnar, hótfyndni sem púki efans læðir lymskulega í brjóst þýðandans þegar hann lítur yfir verk sitt eftir á, því segjum við Islendingar ekki til dæmis: Hann hefur lipurðina frá honum föður sínum? eða: hann hefur klunnaskapinn frá honum föður sínum? Jú, það gerum við reyndar. En þá höfum við orðið með ákveðnum greini. Við segjum ekki: hann hefur lipurð, eða hann hefur klunnaskap (frá þessum eða hinum). Og þó, - segj- um við það ekki stundum eða eitthvað hliðstætt? Við skulum hugsa okkur mann sem vill selja hest og lýsir eiginleikum hans, t. d. í auglýsingu: Hann hefur góðan fótaburð, Iipurð, stökkhæfni o. s. frv. Mundi ekki öllum þykja þetta fullgóð íslenska? Jú, segið þið. Ég veit auðvitað ekkert hvað þið segið, en ég geri ráð fyrir að þið segið jú. En er nú víst að þið hafið rétt fyrir ykkur? Er ekki orðalagið komið inn í málið fyrir áhrif frá erlendum málum á okkar tíð? Og hvernig hefði setningin hljómað, ef ég hefði ekki notað lýsingarorð með fyrsta nafnorðinu, ef þetta hefði ekki verið í upptalningu, eftir að lýsingarorð var komið í upphafi setningar, ef setningin hefði t. d. byrjað þannig: Hann hefur lipurð. Við finnum að það væri harla slæmt. Ég gæti haldið áfram að velta þessu fyrir mér og ég gæti haldið áfram að tilgreina dæmi, en þið getið alveg eins haldið áfram sjálf og varið 306
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.