Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 73
Vandinn að þýða Ijóð er að finna, t. d. í „Illu blóði“, en jafnframt skortir þá mannlegu nánd sem Arstíð í víti hefur og var ekki hvað síst tilefni þess að ég byrjaði á þýðingarstarfi mínu. En ég get raunar ekki sagt að það hafi verið ein- ungis þessvegna eða einungis af því að ég fann þarna eitthvað sem hæfði slæmu sálarástandi mínu um það leyti. Það var einnig og ekki síður hitt, að ég þóttist finna þarna skyldleika við nútíma ljóðagerð, jafnvel að þarna væri uppruni hennar fremur en hjá nokkrum öðrum, þótt hans væri einnig að leita hjá Baudelaire og fleiri höfundum. Rimbaud áleit sig hinsvegar hafa verið á villigötum og gafst upp. Ég get einnig viðurkennt, að þegar ég hafði þýtt nægju mína úr verkum hans, var ég orðinn leiður á honum og fleygði ævisögu hans ofan í kassa ásamt einni útgáfu af Ijóðum hans, þar sem þær hafa fengið að liggja óhreyfðar síðan. En svo er eins og ein ný bók um Rimbaud nægi til að vekja aftur áhugann, og maður byrjar að rifja upp verk hans og furða sig á þessu einkennilega skáldlífi. Rimbaud verður ef til vill seint við alþýðuskap, en áhuginn á honum virðist þó hafa aukist gífurlega á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan ég hóf að þýða úr verkum hans, og í bók frá 1968 eftir belgíska bók- menntafræðinginn Robert Montal segir, að aldrei hafi Rimbaud verið meira í tísku en á síðustu tímum. Það hefðu líklega fáir séð fyrir um það leyti sem ég hóf þýðingar mínar, þótt ýmsir nútímahöfundar gerðu þá þegar veg hans mikinn. En hversvegna Rimbaud? Hversvegna hefur hann haft þessi miklu áhrif á nútímann? Kannski að sumu leyti fyrir misskiln- ing. Og þó var það líklega eitthvað annað en misskilningur að hann skyldi hafa þessi áhrif á sjálfan mig, þegar aðrir höfundar náðu ekki til mín. Súrrealistarnir vildu á sínum tíma, upp úr 1924, halda því fram að Rim- baud væri þeirra fyrirrennari og meistari ásamt Lautréamont. Samkvæmt því áttu prósaljóð hans að vera einskonar ósjálfráð skrift. En þessi skoðun studdist ekki við haldgóða þekkingu á vinnubrögðum Rimbauds. I heildar- útgáfu þeirri af verkum hans sem ég hef hér vitnað til (La Pleiade frá 1963) eru birt drög að Une saison en enfer sem sýna ótvírætt að hann hefur farið með mikla vinnu í órímuðu ljóðin, þau eru engin ósjálfráð skrift. „Illt blóð“, svo dæmi sé tekið, er í upphafi stuttur texti, en verður síðan í meðförum skáldsins upp á margar blaðsíður. Af drögum að safn- inu Arstíð í víti virðist einnig mega ráða, svo sem og merkja má í fyrr- nefndu Ijóði, að Rimbaud hafi verið orðinn afhuga því dulúðuga táknmáli í skáldskapnum sem hann hafði tileinkað sér og jafnframt að vísu afhuga ljóðagerðinni og listinni yfirleitt. Hann segir beinlínis að listin sé tóm 311
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.