Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 131
„Aldrei hann fyrir aftan kýr“ var rituð, en þær voru á ofanverðri 19. öld, og virðist því einsætt, að höfundur hennar hafi þekkt þær. Virðist því naumast önnur skýring tiltæk varðandi þetta atriði en að hann staðhæfi þetta gegn betri vitund og með það fyrir aug- um að skýra ákveðið atriði í sögunni, og verður síðar að því vikið. Ekki mun unnt að styðjast við fornleifar við athug- un á hliðstæðri frásögn í Droplaugar- sona sögu, en telja verður líklegt, að fjós hafi verið kippkorn frá skála á Eiðum á dögum Helga, enda tæpast von viðlíkra veðra þar og á Hrunamannaaf- rétti, og skógar miklir voru í grennd að sögn sögunnar.12) Hvaða skýring kann þá að vera til- tæk á því, hvers vegna höfundi Gísla sögu var svo hugleikið að láta vera inn- angengt í Sæbólsfjós og láta einnig Gísla koma þar við, enda er lítið um til- gangslausa útúrdúra í þeirri sögu. Til álita kemur, að Gísli hafi átt að vera að leita þarna fylgsnis eða vígis og höf- undur sögunnar hafi talið óþarft að skýra svo sjálfsagðan hlut. Sá hugsunar- háttur, sem fram kemur í hinni al- þekktu vísu Þórðar á Strjúgi um Karla- magnús keisara og þessi grein tekur nafn af, að kempum sæmi ekki að nota kýrrassa fyrir skildi, kynni að hafa verið algengur á þjóðveldisöld, en Gísli mat fjör mikils og lét sér sæma að leika fífl til að blekkja Börk digra við Hergilsey. Höfundur Droplaugarsona sögu kynni aftur á móti að hafa verið vandari fyrir hönd söguhetju sinnar og hafi því talið við hæfi að skýra tilgang heimsóknar Gríms í Eiðafjós á þann hátt, að Grími væri til sóma. Þessi skýring á hátterni Gísla í Sæ- bólsfjósi hefur þó ýmsa augljósa ann- marka. Bent hefur verið á, að hann hefði með þessu tafið sjálfan sig og eftirleitarmenn. Fjósið getur og naum- ast talizt gott vígi, enda mátti rjúfa þekju að vild, og kýrnar hafa verið lé- leg hlíf, nema gert sé ráð fyrir, að heimamönnum hafi verið mjög á móti skapi, að þær yrðu fyrir skaða. Þá er ekki gefin skýring á, hvers vegna Gísli yfirgaf f jósið með þeim ummerkjum sem hann gerði, en gera má ráð fyrir, fyrst aðrar skýringar reynast ekki fullnægj- andi, að hann hafi með þessu reynt að leiða grun Sæbólsmanna að einhverjum ákveðnum aðila eða afli, en hver hefur þá sá aðili verið? Skal nú aftur vikið að þjóðsagnaverum þeim, sem getið var um í upphafi þessarar greinar, og öðr- um fleiri af því tagi. I norskri þjóðtrú er víða greint frá svonefndri oskereia, sem sumir telja, að merki Asgarðsreið eða ásgoðareið og taki nafn af Ásum, en aðrir (Aasen) telja, að fyrri hlutinn sé dreginn af ösk- ur, en hinn síðari af reið. Oskereia var helzt á ferðinni um jólaleytið og því sums staðar nefnd jolereia. Hér var um að ræða allstóran hóp yfirnáttúrlegra vera, karl- og kvenkyns, sem þeysti yfir láð, lög og loft á hestum, og rak hópur- inn af og til upp hvell óp. I sumum héruðum Noregs var talið, að í oskereia væru andar þeirra manna, sem bæði væru óverðugir himnaríkisvistar og hel- vítis, annars staðar að það væru andar þeirra, sem dáið hefðu voveiflega. I mörgum sögnum eru íbúar fornmanna- hauga (gárdvord eða haugbu) taldir verndarvættir ákveðinna býla, svo og neðanjarðarbúar, en til þess flokks má telja huldufólk og jafnvel búálfa. For- ingi var fyrir oskereia, en nokkuð er mismunandi eftir landshlutum, hver það var. Á Þelamörk veittu þau Sigurd Svein og Guro Rysserova hópnum for- ustu, og telja menn þar komnar goð- 24 tmm 369
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.