Skírnir - 01.01.1956, Page 8
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
SIGURLAUN LISTARINNAR.
(Flutt sem fréttaauki í Ríkisútvarpið 27. október 1955).
Góðir íslendingar.
Mér er mikil ánægja að verða við þeim tilmælum Rikis-
útvarpsins að segja hér nokkur orð vegna þeirra tíðinda, sem
hingað bárust frá Stokkhólmi fyrir fáeinum klukkustundum
og útvarpshlustendum eru nú þegar kunnug, að Sænska aka-
demían hefur í dag veitt bókmenntaverðlaun Nóbels Halldóri
Kiljan Laxness.
Það er alkunna, að Nóbelsverðlaun í bókmenntum eru tal-
in mesta opinber viðurkenning, sem skáldi eða rithöfundi
getur hlotnazt. Tillögurétt um þau hafa meðlimir Sænsku
akademíunnar, forsetar fyrir nokkrum mest háttar akadem-
íum öðrum og rithöfundafélögum, fyrrverandi Nóbelsverð-
launahafar í bókmenntum og háskólaprófessorar í bókmennt-
um, fagurfræði og tungumálum. Ekki verða greidd atkvæði
um aðra en þá, sem tillögur hafa borizt um hverju sinni frá
einhverjum þessara aðila. Og þeir, sem Sænsku akademíuna
skipa, greiða atkvæði rnn veitinguna.
Hitt er þarfleysa, að segja Islendingum frá Halldóri Kiljan
Laxness, enda eru þessi fáu orð hér sögð í samfagnaðarskyni,
en ekki til kynningar. Halldór er hámenntaður, íslenzkur
sveitamaður, fágaður og fjölkunnur alheimsborgari og mikill
og sérlundaður íslendingur. En um fram allt er hann rithöf-
undur. Hann er ekki aðeins fyrsti íslenzki rithöfundur, sem
hefur getað lifað á skáldskapariðkunum á íslenzku, heldur
hefur hann og einvörðungu lifað fyrir þær. Og þeim ramm-
íslenzku efnum, sem hann hefur oftast valið sér, hefur hann
getað veitt hið almenna gildi þess sammannlega og símann-
lega, með þeirri skáldskapargáfu sinni og frásagnarlist, sem