Skírnir - 01.01.1956, Side 9
Skírnir
Sigurlaun listarinnar
7
fengið hefur heiminn til að hlusta. Þótt vitaskuld hafi hon-
um tekizt misjafnlega vel eins og öðrum mönnum, held ég,
að fullyrða megi, að hann hafi aldrei kastað höndum til neins,
sem er skáldskaparkyns — heldur lagt sig bar allan fram,
agað ríka og óstýriláta sköpunargáfu sína af þrotlausri vilja-
festu og auðmjúkri lotningu fyrir listinni. Og forðazt hefur
hann að leita oft í sama farið og yrkja sjálfan sig upp. Þvert
á móti heldur hann á nýjar leiðir um efni og stíl með hverju
nýju verki. Sú fjölhæfni er undraverð. En þótt verk hans nái
yfir viðustu og ólíkustu svið í tíma og rúmi, menningarhátt-
um og umhverfi, þá spenna þau yfir mestar víddir í mann-
lýsingum, svo margháttaðar eru þær manngerðir, svo ólíkir
þeir einstaklingar, sem hann hefur dregið upp, oft nokkuð
grófum og gildum dráttum, og gætt því lífsmagni síns sköp-
unarafls, að margir hverjir hafa þeir stigið fram af hóka-
blöðunum og ganga um ljóslifandi á meðal okkar — og munu
áreiðanlega um langan aldur verða meðal kunnustu persóna
í sögu fslendinga. Og þó er eitt, sem flestir þessara manna
eiga sameiginlegt — þeir eiga sér hetjusögu, hver á sinn hátt
— ekki aðeins þar, sem það nafn stendur á titilblaði, eins og
fyrir sögu Bjarts í Sumarhúsum, heldur einnig og ekki síður
þar, sem lýst er af fíngerðastri nærfærni sjúklingi undir súð
og skáldsnillingi, sem hlotnaðist aldrei skáldþroski, eins og í
sögu Ljósvíkingsins. Þetta eru hetjusögur —• um baráttu
manna við umhverfi og aðstæður, baráttu manna við sjálfa
sig — um baráttu manna í lífinu. Halldór Kiljan Laxness er
um fram annað mannsins og lífsins skáld — höfundur hetju-
sagna lífsbaráttunnar í sigrum manna og ósigrum. — Það er
því vel til fallið, að Sænska akademían kemst svo að orði í
greinargerð sinni í dag, að Laxness séu veitt bókmennta-
verðlaun Nóbels „för sin málande epik, som fömyat den
stora islandska beráttarkoristcn" — sem er raunar erfitt að
þýða á íslenzku —• en hér eru fram dregnar lýsingar Kiljans
i sögulegum eða hetjukenndum skáldsögum — eða öllu held-
ur litauðugur hetjusagnastíll hans, sem endurnýjað hafi hina
miklu, íslenzku frásagnarlist.
Við íslendingar erum ein fámennust sjálfstæð þjóð ver-