Skírnir - 01.01.1956, Side 12
10
Peter Hallberg
Skímir
arlaust sem óháðan verulcika, er lýtur sínum eigin lögum.
1 ritdómi um kvæðabók Tómasar Guðmundssonar, Fögru ver-
öld, 1933, lofar hann formfegurð þessara kvæða og segir orð-
rétt: „A thing of beauty is a joy for ever“. Og Halldór kveð-
ur enn fastar að orði, „Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna,
hún er takmark11.1) Gildi skáldverksins, segir hann 1945, er
hann ræðir um Islendingasögurnar, er ekki sízt undir þvi
komið, að hve miklu leyti það er „heill, óháður og sjálfbjarga
heimur“ (45). Skáldverkið á að vera „þess umkomið, sjálf-
stæður veruleiki, að bergnema svo hlustandann að hann efist
ekki á stund flutníngsins að ,satt‘ sé sagt; það er leyndar-
dómur sefjunarinnar11 (45). Hlutverk skáldsins er „að skapa
listræna blekkíngu“ (44) .2)
Það virðist svo sem hægt sé að bera Halldóri á brýn ósam-
kvæm eða að minnsta kosti lítt samkvæm ummæli um eðli
listarinnar. En þessi ummæli eru orðin til á ólíkum skeiðum
og af ólíku tilefrii; þetta skýrir sumar þær mótsagnir, sem
maður telur sig finna. Augljóst er einnig, að skoðanir Hall-
dórs hafa breytzt nokkuð á rithöfundarferli hans; með aldr-
inum hefir hann tekið að leggja æ meiri rækt við listræna
tækni. En umfram allt ber að líta á streitu siðferðissjónar-
miðsins og fegurðarsjónarmiðsins í listinni sem andstæðu, er
ávallt gætir í skáldskap hans og frjóvgar hann. Vafalaust er
hún og hefir verið mörgum rithöfundum hugstæð. En í verk-
um Halldórs er hún óvenju-áberandi. Yfirleitt geymir höf-
undareðli Halldórs leik af andstæðum og gagnstæðum, stund-
um í samhljóman, stundum í mishljóman.
2. Listræn vinnubrögð.
Hinn breiði frásagnarháttur Halldórs getur orkað á lesand-
ann sem áhyggjulaus mælgi. Þó hlýtur athugull lesandi að
komast að raun um, að þessum straum, sem virðist duttlung-
1) Ritdómurinn um Fögru veröld birtist fyrst í Iðunni 1934. Tilvitn-
unin hér er tekin eftir DagleiS á fjöllum 1937, bls. 151.
2) Úr Minnisgreinum um fornsögur, sem fyrst voru prentaðar í Tíma-
riti Máls og menningar 1945. Tilvitnunin hér er tekin úr SjálfsögSum
hlutum 1946, bls. 44 og ófr.