Skírnir - 01.01.1956, Page 13
Skimir
Huglægni og hlutlægni
11
um háður, er stjórnað af listamanni, sem er óvenjulega vit-
andi um vinnubrögð sín. Sjálf aðferðin við að móta efni,
stíllinn í víðri merkingu, er vitaskuld ávallt mikilvægt ein-
kenni á hverju skáldi. En þessi þáttur dregur tíðum ekki svo
mjög að sér athyglina, þegar um list sagnaskálds er að ræða.
Það eru til skáldsögur, þar sem málið lætur óvenjulítið yfir
sér, gegnir að vísu nauðsynlegu, en þó minni háttar hlut-
verki sem tæki til lýsingar á atburðum. 1 verkum Halldórs
getur hins vegar einstakt orð eða einstakt orðtak borið eigin
birtu. Þau hafa gildi í sjálfum sér eins og í kveðskap. Án efa
er þetta skáld umfram allt sagnamaður, en jafnframt hefir
hann mjög svipaða afstöðu og ljóðskáldið til málsins. Þeim,
sem rannsakar skáldskap Halldórs, finnst hann hafi í raun-
inni ekki hreyft við kjarna málsins, fyrr en hann hefir
komizt í kast við stílinn og vandamál hans. Það er hér, sem
við hittum listamanninn við sitt höfuðstarf. Það er ef til vill
mikilvægasta viðfangsefnið, en jafnframt hið erfiðasta, í
rannsókn á skáldskap að gefa nokkra hugmynd um þessa
starfsemi. 1 þessari ritgerð er aðeins unnt að gera auðugu
verkefni lítillega skil.
Stílferill Halldórs er vitanlega ekki sízt dæmi um þroska,
síaukinn aga, vaxandi listræna vitund. Árið 1946 lýsti hann
á skemmtilegan hátt vinnubrögðum sinum við þær smásögur,
sem urðu til um það bil tuttugu og fimm árum fyrr. Hann
lýsir þessum sögum sem árangri af eins konar „ósjálfráðri
skrift“: „1 grunleysi um þá hluti sem til þarf að semja skáld-
verk skrifaði maður heila smásögu á jafnlaungum tíma og nú
fer oft í að koma saman einni setníngu".1)
Eftir fljótaskrift unglingsáranna varð einbeitingin og járn-
harður formagi meira og meira að hugsjón Halldórs. Það er
erfitt að fullyrða, hvenær hann tekur í alvöru að leggja rækt
við samþjöppun og nákvæmni. f bréfi til fyrri konu sinnar,
Ingibjargar Einarsdóttur, skrifuðu í Leipzig ll.maí 1931 -—•
hann fékkst þá við að semja síðari hlutann af Sölku Völku ■—
drepur hann á þátt vinnutækninnar í starfi skáldsagnahöf-
1) Úr Formála aS Nokkrum sögum í Þáítum, 2. útg. 1954.