Skírnir - 01.01.1956, Page 15
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
13
eina skáldsögu hans á íslenzku (sbr. bls. 36 hér á eftir). Síð-
ar rekst maður í verkum Halldórs á ummæli, sem sýna, hve
mikils hann metur hið „seinvirka“ skáld, sem stendur mis-
kunnarlaust vörð um hreinleik forms og nákvæmni. Söguhetja
hans Ólafur Kárason er skáld af þessu tæi: „Því var það að
hann sat uppi marga nótt yfir einni setníngu, sem hann
strikaði síðan út í dögun, og lagðist til svefns kaldur, þreytt-
ur og vonsvikinn eins og maður sem hefur tapað aleigu sinni
og mun ekki framar líta glaðan dag“. Hins vegar er að hans
áliti „vel skipuð setníng og hrein hendíng í kvæði . . . mikil
umbun fyrir daglánga sveingd og andvökunótt1'.1)
Keimlíka mynd af þrautum og gleði skáldskaparins er að
finna í ritgerðinni Höfundinum og verki hans frá 1942.2)
Jafnvel hinn færasti bíður lægra hlut í baráttunni við „að
binda hug sinn og heim í orð“:
Að baki einnar setningar geta legið margar andvökunæt-
ur, allt átak höfundarins, útboð allra krafta sem hann átti
til — og samt er setningin misheppnuð, segir ekki neitt, er
smekkleysa, jafnvel rugl. Kannski var höfundurinn allan
tímann að reyna að handsama loftsýn. En það getur einnig
komið fyrir þegar minnst varir að höfundurinn slái nýjan
tón, þó ekki sé nema með þrem orðum eða svo, tón sem er
svo voldugur, svo sterkur, mjúkur og hreinn, að aðrar raddir
þagna. Kannski upplýkur ein stutt setning leyndardómum
heils mannlifs, heillar aldar, heils heims: „o crux ave spes
unica“; „to be or not to be: that is the question“; „deyr fé“;
„upp upp mín sál“; „ung var eg gefin Njáli“. (472-—473).
Það er ekki undarlegt, þó að Halldóri virðist það „full-
komin tilviljun ef maður setur saman þó ekki sé nema eina
setningu sem er vel gerð“, eða hann segi: „Ein vel gerð blað-
síða í heilu ævistarfi jafngildir kraftaverki". (474). Um starf
sitt að nýrri skáldsögu segir hann í viðtali 1956: „Ég vinn
hægt. Stundum er ég tvo daga að velta fyrir mér sömu setn-
ingunni. Ég get fullvissað yður um, að í bókinni verður ekki
1) Hús skáldsins 1939, bls. 76—77 og 122.
2) Tilvitnunin tekin eftir Vettvangi dagsins 1942.