Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 17
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
15
meðfædda gáfu til að finna form fyrir orð sín og tala í
hugsuðu máli, sem aldrei var raskað af tilfinníngasveifl-
um. Tilfinníngar hans voru eins og ein samstæð litaheild
á bak við alla hugsun hans, ákveðin forteikn fyrir öllum
hugsunum hans, ákveðin tóntegund. Hann var ákaflega
karlmannlegur í sinni hugsun og tilfinníngu, —- tilfinn-
íngar hans voru umgerð hugsunar hans en ekki pendúll
þeirra. [!] Maður vissi altaf innan hvaða ramma hann
hlaut að hugsa, en þurfti aldrei að óttast hjá honum dutl-
únga frá degi til dags. Þess vegna var Ölafi Kárasyni, sem
hugsaði oft eins og stúlka, slík hvíld og skjól í félagsskap
Amar tJlfars; öryggi þess að heyra rökrætt út frá einni
höfuðhermd, einni hugsun, einu óraskanlegu sjónarmiði.
Ólafur Kárason lærði að skilja sig af að skilja örn Úlfar.
Ólafur Kárason var það skáld sem skiftir um sjónarmið frá
stund til stundar, frá degi til dags, skiftir um lífsskoðun
eftir því sem veðrið býður, hefur eina skoðun þegar sólin
skín, aðra þegar dimmir nótt, með ákaflega sterka tilhneig-
íngu til að laga sig eftir umhverfinu, til að beygja sig fyr-
ir því, til þess að fagna hverju brosi, en örvænta gagnvart
reiddum hnefa, hann var sá sem flýtur. Örn tJlfar var
eins og múr. Hann var sá múr sem ránglæti heimsins átti
að brotna á, og Ólafur Kárason dáði hann fyrir það, þótt
hann væri sjálfur liið fljótandi vatn, sem að vísu breytir
ekki stefnu sinni, en streymir þó um ýmsan jarðveg. Það
bjó í Erni Úlfar einhver í senn máttugur, fagur og ógn-
þrúnginn vilji, sem hinn mjúklyndi aðdáandi andans, Ól-
afur Kárason, var þeim mun heillaðri af sem hann átti
minna af honum sjálfur, þeim mun fjær sem hann var í
raun réttri frá því að skilja hann.
Hér skortir ekki hugkvæmni í einstökum atriðum, en stíll-
inn er laus í reipum og langdreginn. Orðalagið er sums stað-
ar óljóst eða órökvíslegt, svo sem í setningunni um tilfinn-
ingarnar, hugsunina, umgerðina og pendúlinn. I næsta hand-
riti, sem einnig er skrifað með bleki, er skráð framan við
13. kaflann dagsetningin Uppsölum 24. nóvember. í þessari
gerð hefir samþjöppunin komið til skjalanna að ráði og um-