Skírnir - 01.01.1956, Page 20
18
Peter Hallberg
Skírnir
þennan arf. Sem íslenzkt skáld finnur hann til þunga hinnar
miklu bókmenntaarfleifðar. Gegn henni reiðir hann líka djarf-
legast til höggs, — djarflegast af þeirri sök, að þetta varðar
helg og viðurkennd þjóðarverðmæti. Hann skrifar vini sín-
um Einari Ól. Sveinssyni frá klaustrinu St. Maurice de Cler-
vaux 17. apríl 1923 á þessa leið:
að þessu sinni get ég ekki orða bundist út af Snorra, og
þá ifirleitt út af þessum gömlu íslensku bókum. Og það
eina sem ég segi, er: Heu mihi, ég get ekkert lært af þeim.
Þessir gömlu karlar leggja mesta áhersluna einmitt á það
sem nútíðarhöfundar leggja minsta á — nfl. að búa til
kontúrur. Þeir eru allir í því að tína saman einhver liund-
leiðinleg facta, sem einga skepnu geta interesserað. Lís-
íngar á innliverfu atburðanna eru svo fágætar hjá þeim
að þær hafa á mann sömu áhrif, ef maður rekst á þær,
sem óasi á mann sem ferðast í eiðimörk.
Niðurstaðan verður þessi: „Ég held ifirleitt að ekki sé hægt
að læra að skrifa níja íslensku af gamalli íslensku. Það þarf
eitthvað annað“. f sama anda og með enn hvassara orðalagi
heldur hann fram skoðunum sínum í handritinu Heiman ek
fór, sem var lokið haustið 1924. Hann kveðst ekki hafa haft
óskemmtilegra rit handa á milli en Heimskringlu Snorra
Sturlusonar. Lýsingar íslendingasagna á tilfinningum manna
og sálarlífi komast ekki að snilldarbragði í hálfkvisti við sögur
eftir Herman Bang og Alexander Kielland. „Maria Grubbe
eftir J. P. Jakobsen er miklu betra rit en Njála.“ Jafnvel mál
fornritanna er gagnrýnt miskunnarlaust: „setníngarnar eru
snubbóttar, tilbreytíngarlausar og algeingar líkt og eftir tíu
ára gamalt barn á vorum dögum."1)
Ef sleppt er hinum niðrandi ýkjum, lýsir Halldór hnytti-
lega nokkrum mikilvægum einkennum hinnar fornu íslenzku
sagnalistar, jafnframt því sem hann boðar nýja, gagnstæða
skáldskaparhugsjón. Skarpar útlínur, þurrar staðreyndir,
ströng hlutlægni heilluðu ekki hinn unga æðikoll, sem átti
eftir að hneyksla landa sína með skáldsögunni Vefaranum
1) Sbr. Heiman eg fór (1952), bls. 65 og áfr.