Skírnir - 01.01.1956, Page 23
Skímir
Huglægni og hlutlægni
21
loks er Gerpla frá einum sjónarhól fyrst og fremst mikil við-
urkenning á frásagnarlist sagnanna. Og þótt hinn ungi upp-
reisnannaður hafi á sínum tíma hrist af sér Snorra og hina
„gömlu karlana“ í óþolinmæði, segir nú hinn þroskaði rit-
höfundur:
að aldrigi hefur í heimi verið bók ritin um konúnga, né
um sjálfan Krist in heldur, er kæmist í hálfkvisti við þá
er Snorri hinn fróði hefur saman setta, og heitir Ólafs
saga hins helga. (474).
4. Stíllinn frá tveimur sjónarmiðum:
huglægni og hlutlægni.
Vitanlega mætti við rannsókn á stíl Halldórs hugsa sér að
fjalla um skáldskap hans sem heild og reyna að finna það,
sem er fast og óbreytilegt í stíl hans. Án efa ber list hans
tiltekin einkenni, sem því nær á hverri síðu koma upp um
höfundinn. Allt um það leggur Halldór sjálfur oft og einatt
áherzlu á það, að hver skáldsaga sé heimur út af fyrir sig,
sem krefjist nýrra taka á viðfangsefninu af höfundarins hendi,
nýrra lausna á vandamálum stílsins. Þessari meginreglu hef-
ir hann einnig haldið í verkum sínum. Samkvæmt þessu ætti
að vera eðlilegt að beina rannsókn á stíl hans að verulegu
leyti að nokkrum tilteknum ritverkum, hverju fyrir sig.
Hugtakið stíll er hér notað í víðri merkingu. Ekki verður
gerð tilraun til að flokká eftir formi mörg mismunandi stíl-
einkenni. Ætlunin er sú að líta á þau frá einu og sama sjón-
armiði, sem virðist bregða birtu yfir listræn sérkenni skáld-
verksins, sem um er að ræða. Aðaláherzla er því lögð á ein-
hverja meginreglu við mótun verksins, sem er skáldinu sjálfu
að meira eða minna leyti ljós. 1 fyrra hluta rannsóknarinnar
verður athyglinni einkum beint að skáldsögunni Sölku Völku.
Ætlunin er að láta hana sýna, hve mjög hið huglæga stíl-
einkenni lætur til sín taka í frásagnarstíl Halldórs í hinum
miklu skáldsögum hans frá yngri árum. Hins vegar mun
1slandsklukkan verða leidd sem vitni um alúð höfundarins
við skýrar útlínur, áþreifanlega viðleitni hans til hlutlægni
í frásögn. Með þessari lýsingu er jafnframt stefnt að því að