Skírnir - 01.01.1956, Page 27
Skímir
Huglægni og hlutlægni
25
horni og grætur. Hversvegna að vera að skrifa um þetta
sögu? Hversvegna ekki að lofa barninu að gráta í friði? Það
er enginn, sem tekur eftir því hvort eð er!“ Svo koma í beinu
framhaldi beiskyrði í fyrstu persónu:
Nei, ég get ekki framar byrgt niðri grátinn. Ég verð að
öskra út yfir alla borgina. Það er hið eina, sem stendur í
valdi mínu, áður en ég dey. Svo oft hef ég byrgt niðri grát
minn á götuhornunum, svo oft talað í hálfum hljóðum við
móður mína um, hve tröllpíndur ég væri undir iljum rang-
lætisins. En í nótt ætla ég að öskra út yfir borgina, út yfir
alla borgina. (105).
Það eru hugsanir drengsins, sem frá er sagt. En lesandan-
um getur hæglega fyrst hugkvæmzt af þessu óvænta ég, að
höfundurinn tali fyrir munn sjálfs sin, einkum af því að
orðavalið getur tæpast algerlega verið drengsins („iljar rang-
lætisins“). Ef til vill hefir Halldór beinlínis miðað að slíkum
áhrifum. Að minnsta kosti í fyrsta dæminu, sem tilfært var,
lítur út fyrir, að hann vilji að vissu leyti bræða sig og dreng-
inn í eitt: „litli bróðir minn — ég“. Ætlunin er augljóslega
að láta bera meira á samlíðun höfundarins og jafnframt að
ná meiri tökum á lesandanum: litli drengurinn, sem skríð-
ur eins og skítugur maðkur í duftinu, gæti verið hver okkar,
sem er. Við hljótum öll að geta hugsað okkur, að við stæð-
um í sporum hans. Þetta frásagnarbragð getur án efa verið
áhrifaríkt. En það liggur í augum uppi, að gæta verður mik-
ils hófs í notkun þess. Hættan er sú, að það dreifi athyglinni
fremur en hafi sefjandi verkanir. Hér er ekki framar um
það að ræða, sem títt var í eldri skáldsagnalist, að höfund-
arnir geri beinar athugasemdir um atburðarás og persónur.
Slíkar athugasemdir voru oft einna helzt til þess fallnar að
skerpa hlutlægni- og raunveruleikablæ sjálfrar frásagnarinn-
ar. Stílbragð Halldórs gerir hins vegar huglægni sögumanns-
ins ábærilegri, og það liggur við, að það rjúfi blekkinguna.
Annað dæmi frá Ameríkuárum Halldórs skal tekið til að
sýna enn eina tegund huglægni, sem raskað getur hlutlægni
í frásögn. Það er fengið úr hinni frábæru landnemasögu Nýja
IslancLi. Vetrardaginn, þegar Torfi Torfason fer að heiman