Skírnir - 01.01.1956, Page 29
Skímir
Huglægni og hlutlægni
27
landi hans og lenda í meira eða minna ofsafengnum deilum
um félagsleg og pólitísk dægurmál. Ef til vill er það ósann-
gjamt að skella allri skuldinni á lesandann fyrir þetta. Auð-
vitað hefir skáld frjálsar hendur að nota hvaða veruleika-
atriði, sem er, sem efnivið í verk sitt. En því verður varla
neitað, að Halldór hefir stundum úr hófi fram reynt á hæfi-
leika landa sinna til að sjá og dæma verk hans sem „heilan,
óháðan og sjálfbjarga heim“. Að þessu leyti er erlendur les-
andi í rauninni betur settur. Hann getur t. d. litið á Kristó-
fer Torfdal, „æstasta bolsévíka lslands“, sem algerlega óháða
skáldsagnapersónu án þess að láta óviðkomandi hugleiðingar
um Ólaf Friðriksson og Jónas frá Hriflu leiða sig á villigötur.
Fjarlægðin frá vettvangi atburðanna getur greitt fyrir hleypi-
dómalausu mati á listaverkinu. Með þessu er auðvitað ekki
reynt að vefengja, að íslenzkir lesendur eru að mörgu öðru
leyti betur settir að skilja verk Halldórs.
Að þessu leyti er enginn eðlismunur á Sölku Völku og síð-
ari skáldsögum Halldórs. En í þessu verki eru einnig mörg
önnur stílbrögð, sem sýna á beinni hátt návist höfundarins
og stríða gegn hugsjóninni um hlutlægni í frásögn. 1 því
sambandi mætti benda á, að Halldór lætur persónur sögunn-
ar oftar en einu sinni tala um Vefarann mikla, án þess þó
að nefna nafn bókarinnar eða höfundarins.1) Á sama hátt
hafði ein af sögupersónunum í Vefaranum mikla mælt með
greinum Halldórs Kiljans Laxness í Morgunblaðinu. (382).
Þetta er ein tegund þeirrar huglægni, sem rýfur blekkinguna
og minnir á skop rómantísku skáldanna.
Það er vitanlega ekki oft, sem höfundurinn getur laumað
sjálfum sér svo áþreifanlega inn í rás atburðanna. En hann
hefir aðra möguleika til að láta skaplyndi sitt og mat á hlut-
unum setja blæ á frásögnina. 1 Sölku Völku fær gamansemi
lians útrás í snöggum innskotum og líkingum. Um börnin
á Óseyri við Axlarfjörð segir einu sinni, að þau einblíni sem
dáleidd á vegfarandann, „þangað til votir fætur þeirra í bil-
uðum skónum eru orðnir ljóðrænir af tindadofa, þar sem þau
1) Tilvitnanir til Vefarans mikla í Fuglinum í fjörunni (1932) eru á
bls. 104 (Angantýr Bogesen) og 252 (Arnaldur Björnsson).