Skírnir - 01.01.1956, Síða 32
30
Peter Hallberg
Skirnir
æpa, og var þar með sýnt, að til ærslanna hafði verið
stofnað af ráðnum hug, og að hann var nokkurskonav
generáll yfir þeim, hann lyfti bara upp hendinni með
djöfullegu glotti, eins og skálkur í neðanmálssögu, og þá
datt allt í dúnalogn. (II, 125).
Þessi samanburður við neðanmálssögu kemur raunar fyr-
ir hvað eftir annað í skáldverkinu. Hin unga kaupmanns-
dóttir Ágústa var komin heim frá Kaupmannahöfn, og „fas
hennar var eins og veröld út af fyrir sig, framandi eins
og ilmurinn af staðanöfnum landafræðinnar, meðan annað
fólk var aðeins partur af flæðarmálinu og súld þess“. (I,
168). „Og í hlátrum hennar og gamansemi fólst hið lit-
hverfa seiðmagn útlendrar siðfágunar eins og talað er um í
neðanmálssögum.“ (I, 170). Bróðir hennar Angantýr „hafði
öðrum fremur hlotið í ríkum mæli hetjubrag neðanmálssög-
unnar og glæsileik á flestum sviðum“. (11,65). Og hann
hlær við Sölku Völku „mjúkt og glæsilega eins og hetja í
fegurstu neðanmálssögu“. (II, 102). Ef til vill er saman-
burðurinn hugsaður sem bein hliðstæða við myndina af Arn-
aldi sem skálk í neðanmálssögu. Og loks beinir Salka Valka
sjálf þessum orðum til Arnalds: „Nú er ég orðin frillan þín,
eins og talað er um í neðanmálssögunum". (11,324). Maður
efast um, að reitastúlka myndi nota slika samlíkingu. Þar
sem þessi samanburður kemur fyrir, virðist hann benda til
þess, að skáldið líti von oben (að ofan) á sitt eigið starf að
semja skáldsögu. Þetta á ekki síður við um athugasemd sem
þessa: „En meðan verkfallsmenn hnöppuðust saman sem þétt-
ast um Amald, albúnir til varnar, þá gerðist einmitt hið ótrú-
lega, sem æfinlega þarf að gerast í hverri sögu.“ (II, 156).
Ýniis önnur meira eða minna bókmenntaleg tengsl orka á
svipaðan hátt. „Kemur ekki Jóhann Bogesen? — eins og
stendur í hinu heimsfræga kvæði um Orminn langa: Hvað
dvelur Jóhann Bogesen?“ (11,212). Morgni í herbergi Sölku
Völku er svo lýst: „Sólin var komin upp skrautleg og ný, eins
og getið er um í kvæðum. Og stúlkan spratt fram úr rúmi
sinu til þess að skoða gull hennar í hlíðunum“. (II, 107).