Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 34
32
Peter Hallberg
Skirnir
En eftir nokkra sólskinsdaga í viðbót, var þessi litli aum-
ingi farinn að brosa framan í móður sína. Svona er mann-
eskjan. Það kom fram í augu hans dálítill glampi, sem vott-
aði himinlifandi fögnuð yfir þessari sól Guðs, sem er svo
víðrómuð í skáldskap, enda einhver hin einasta munaðar-
vara, sem fátæklingar fá með sæmilegum kjörum, þá sjald-
an hún skín. (1,210).
Þetta er athugasemd höfundarins sjálfs, og hún vitnar um-
fram allt um samúð hans með þeim, sem bágt eiga. Hið háðs-
lega orðalag í lokin leggur meiri áherzlu á samkennd hans.
Þjóðfélagsgagnrýnin gægist fram, jafnvel þótt hún sé ekki
tjáð beinum orðum né henni beint að ákveðnu marki.
Halldór hefir sterka samkennd með „hinum viðkvæmu
hjörtum“ mannanna. (I, 205). Meira að segja persóna eins og
Kvía-Jukki er ekki einvörðungu skoplegur í augum skapara
síns. „Því ætli hann hefði ekki sína sál og sinn óróleik eins
og annað fólk, þó hann væri ekki laglegur!“ (1,256). Það er
höfundurinn sjálfur, sem varpar fram þessari athugasemd
um Kvía-Jukka, þegar hann snússar kringum hús heitmeyj-
arinnar. Hér birtist skyndilega nýtt viðhorf til mannsins. Les-
andinn neyðist til að sjá manninn innan við „freðið“ andlit-
ið, broslega varkára framkomu og tilbrcytingarlaust tal um
veðrið. Yfirleitt er það siður höfundarins að hugleiða við og
við á eigin spýtur hinztu rök að gerðum manna og hlut-
skipti. Eftirfarandi liugleiðingar eru tengdar örlögum Sigur-
línu:
Nei, maður varð að leita á hinum ósýnilegu, næstum
staðlausu, en framar öllu orðlausu og tímalausu svæðum
dýpst í mannlegum brjóstum. Þar er undarleg vél, undar-
legri en nokkur mótorbátur, undarlegri en nokkuð, sem
fréttist að sunnan, undarlegri en allt, sem gerist í útlönd-
um, já, jafnvel sérkennilegri en Bretakonungur, sem var
á krýningardegi klæddur frakka úr sjötíu hreysikattar-
skinnum. Svo fíngerður er þessi frumhreyfill veruleikans.
dýpst hulinn að baki liinni hrjúfu ásýnd daganna, að
hann skreppur undan allri sundurgreiningu og sáldrast
niður um greipar manns eins og reipi úr sandi, — sam-