Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 35
Skírnir
Huglægni og lalutlægni
33
settur úr einhverjum yfirpersónulegum eðlisþáttum, sem
cru jafnvel máttugri en Jóhann Bogesen, og stýrir öllum
kaupstaðnum með einstakri ró og æðruleysi og lætur allt
gerast í réttri röð, ekki samkvæmt tilfinningu, heldur með
svo rígskorðuðu lögmáli og svo flóknum vísdómi, að manni
getur ekki sýnzt það annað en tómt rugl og herfilegasta
vitleysa. Ekkert er jafn rétttrúað og ófrjálslynt eins og
Veruleikinn bak við veruleikann. (I, 160—161).
Hér kemur skáldið sjálft til móts við okkur, þó að hann
reyni að tengja hugleiðingar sinar við það umhverfi, sem
hann lýsir, með því að tjá þær í samræmi við barnalegar
hugmyndir alþýðu um fréttir úr Reykjavík, Bretakonung,
Jóhann Bogesen o. s. frv. Það er hinn óræði þáttur í lífsskoð-
un hans og mannskilningi, dulúð hans, sem brýzt fram í
slíkri athugasemd. Ef til vill kemur þetta enn skýrara í ljós
í lýsingu á Arnaldi og Sölku Völku, þegar þau voru börn.
Drengurinn er tekinn að segja frá helgasta leyndarmáli sínu,
frá móður sinni, sem fólk fullyrðir, að sé dáin, en lifir enn
í draumum hans og vöku raunverulegri en raunveruleikinn
sjálfur. Börnin eru bæði sveipuð sefjandi ljósmóðu, sem get-
ur minnt á Rembrandt. Það er eins og straumur tímans hafi
numið staðar andartak, tilfallandi áhrif daganna þokað fyrir
eilífðarsýn:
Að síðustu horfði telpan sjálf frá sér numin á hin dul-
skyggnu augu í glampanum frá daufu ljósinu. Hið litla,
hátíðlega ljós gaf ákveðnum dráttum í ásýnd piltsins alveg
sérstakt líf, skýldi öðrum; það kallaði nýja og annarlega
ásýnd fram úr hversdagsandliti hans, meðan nóttin faldi
afganginn af veröldinni í skugga sínum. Þannig skín and-
lit mannsins fram úr myrkri eilífðarinnar, meðan enn er
olía á lampanum svo að nokkur fái séð, -—- andlit hins
heilaga bak við form hins sýkna, landnám þess grunar,
sem veit ofar tíma og rúmi. Það kastaði á hið jarðræna
andlit telpunnar endurskini síns dularfulla ljóss. (I, 109).
Sögumaðurinn Halldór lætur þannig í ljós persónulegar til-
finningar sínar í verkinu, stundum með háði (ironi), stund-
um með ákafa (patos). Það er ekki hægt að hugsa sér list
3