Skírnir - 01.01.1956, Page 40
38
Peter Hallberg
Skímir
hér inn svokallaðan „realisma“ í bókmentum rétt fyrir
siðustu aldamót, en danskmentaðir málarar samsvarandi
stefnu í myndlist. (124).
Það er merkilegt, að skáldið skuli leggja svo mikla áherzlu
á þetta einkenni forníslenzkrar frásagnarlistar einmitt á sama
tíma og hann reyndi að tileinka sér leyndardóma þeirra.
Margir lesendur líta á Islendingasögurnar sem meistaraverk
í „raunsærri“ frásagnarlist, trúrri veruleikanum. Halldóri er
hins vegar hugstæðust hin sérkennilega stílfærsla, lagni höf-
undanna að sigrast á „náttúrunni“ og beygja hana undir
mið verksins sjálfs.
Það, sem ég hefi nefnt „myndræn áhrif“ í íslandsklukk-
unni, er engan veginn framandi höfundum sagnanna. En
landi þeirra á tuttugustu öld hefir í hinu nýja verki sínu
fært sér hana í nyt á allt annan og markvísari hátt.
Ef höfundur lætur skáldsögu gerast á löngu liðinni tíð, er
nákvæm lýsing umhverfis að jafnaði nauðsynlegri en í sam-
tímafrásögn. 1 Islandsklukkunni hefir Halldór lika lagt miklu
meiri rækt en fyrr við að draga upp sjálft sögusviðið. Gott
dæmi um það er þriðji kafli fyrsta bindis sögunnar, sem
fjallar um heimsókn tignarfólks í hið auma hreysi Jóns
Hreggviðssonar. 1 leit sinni að blaði úr skinnbók tekur Arnas
Amæus að róta í rúmbæli, og við fáum skrá um alls konar
sundurleita hluti, sem þar leynast. (43). Jafnvel fólkið á bæn-
um er dregið upp sem á mynd. Skáldið er næmt á að finna
hin og þessi atriði, sem orka á hugsýn lesandans. Þar eru
holdsveiku systumar, önnur „frænkan hin hnýtta, með her-
ar kjúkurnar“, hin „systirin, hin sára, með burtétið andlit-
ið“. (38). 1 athugasemd á spássíu í einu handriti er vitnað
í þessu sambandi til rits um holdsveiki á Islandi. Það á að
tryggja „rétta lýsíngu11.1) Dótturinni á bænum er lýst þann-
1) Athugasemdin um holdsveiki er á bls. 36 í öðru handriti Islands-
klukkunnar (I). Samkvæmt því, sem sagt er á síðustu blaðsíðu þessa
handrits (262), hóf höfundurinn að skrifa það 14. september 1942 í Hvera-
dölum og lauk því 29. janúar 1943. Fyrsta handritið var, samkvæmt at-
hugasemdum á fyrstu og síðustu síðu (232), samið á timanum frá 17.
apríl til 7. september 1942.