Skírnir - 01.01.1956, Page 41
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
39
ig, að hún hafi augu, sem eru „kúpt og tindrandi“. Þau eru
„skart hússins". Konan birtist í dyrunum „hvassnefjuð og
hvellróma". (40). Gamla konan, móðir húsbóndans, hefir
„korpnaðar“ (43) kinnar. Myndin af hinu fríða föruneyti er
dregin upp sem skörp andstæða við þetta umhverfi. Hvert á
eftir öðru stiga þau yfir þröskuldinn í hreysi Jóns Hreggviðs-
sonar biskupinn, biskupsfrúin, systir hennar Snæfríður og
Amas Arnæus. Útliti þeirra og klæðaburði er lýst, nákvæm-
ast hinna síðast nefndu. Um jómfrú Snæfriði segir svo:
Hún var . . . berhöfðuð og lýsti af slegnu hárinu. Sveigj-
an í grönnum líkamanum var barnslega mjúk, augun jafn
óveraldleg og himinbláminn. Hún hafði enn aðeins þegið
fegurð hlutanna en ekki gagn og því var bros hennar óskylt
mensku lífi sem hún trað inn í þetta hús. Hempan hennar
var indígóblá með silfurspaung í hálsmálið og tekin sam-
an ofarlega í mittið, og hún hélt henni uppum sig nett-
fingruð, í rauðum brugðnum sokkum utanyfir skónum.
. (32—33).
Það lýsir af persónu hennar. Það er samkvæmni í því, að
það er einmitt hún, sem tjáir framandleik sinn í þessu skugga-
lega umhverfi. Hún snýr sér að Arnæusi og segir: „Vinur
hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús?“ (40). „Hið Ijósa
man“ á dökkum grunni — þannig dregur Halldór upp á mjög
myndrænan hátt geysilegar andstæður íslenzks þjóðlífs. All-
ur þátturinn um heimsóknina til Jóns Hreggviðssonar á Rein
orkar á lesandann sem málverk úr þjóðlifinu, hlutstætt, en
jafnframt stílfært.
Oft dregur hann upp heildarmynd af einhverjum stað, svo
sem biskupssetrinu í Skálholti i upphafi sjötta kafla Islands-
klukkunnar (81) eða Bræðratungu og umhverfi hennar í byrj-
uninni á Hinu Ijósa mani (7 og áfr.). Rotterdam stendur
mönnum ljóslifandi fyrir sjónum, séð með íslenzkum aug-
um Jóns Hreggviðssonar:
Strætin i býnum lágu i einkennilegum hlykkjum, ekki
óáþekt sárinu í ormsmognum viði, en garðar manna og
húsabæir stóðu fast saman, með gaflöð á hæð við kletta-
belti og burstir einsog tinda; voru strætin líkust maðka-