Skírnir - 01.01.1956, Page 42
40
Peter Hallberg
Skímir
veitu, full með fólk, hesta og vagna, og sýndust honum í
fyrstu allir á hlaupum einsog eldur væri uppi. Þó varð
honum starsýnast á hrossin, en þau voru næst hvalfiskum
stærstar skepnur sem hann hafði séð. (1,151—152).
Holland virtist honum líkast „grautarpotti, svo hvergi sá
þúfu, aukinheldur hól, aðeins kirkjutumar og vindmyllur á
floti hér og hvar.“ (154).
A næturgöngu í Kaupmannahöfn sýnir Jón Marteinsson
hinum nýkomna landa sínum og nafna reisuleg hús danskra
auðmanna. Það er tunglskin og héla á jörð. Þeir gægjast báðir
inn um auga á múr umhverfis stóran aldingarð: „Ísíngin
hafði frosið á trjánum og skógarsvörðurinn var hélaður.
Túnglið stafaði á allan þennan glerúng og sló gullbirtu á
kyrrar tjarnir aldingarðsins.“ 1 miðjum garðinum gnæfði
skrautleg höll; og tunglið skein á grænan koparinn á þaki og
turnum. „Jón Hreggviðsson ætlaði ekki að geta slitið augun
frá þessari sýn: postulínsskóginum hvíta, hinum grænu kop-
arþökum hallarinnar í túnglsljósinu, vatninu og álftunum
sem héldu áfram að líða um vatnið og reigja hálsinn einsog
í draumi.“ (1,228—229).
Formauðugt og litríkt er sviðið, sem lýst er í fyrsta kafla
Elds í Kaupinhafn. Höfundurinn gefur kímni sinni lausan
tauminn, þegar hann lýsir tildrinu á hátíðinni á Jagaralundi.
1 Hinu Ijósa mani segir Arnas Arnæus biskupnum og Snæ-
fríði frá komu sinni til Rómar á einu júbilári kaþólsku kirkj-
unnar. Hann lýsir þar geysimikilli prósessíu pílagríma, fá-
dæmalega sundurleitum hóp, sem þó var haldinn sameigin-
legum eldmóði. „Það var merkilegt að sjá svo marga ólíka
greifskapi gánga saman yfir eina brú vegna sálarinnar.11
(158). Lesandanum finnst hann standa fyrir framan iðandi
myndríkt, en þó heilsteypt málverk.
Skáldið hefir líka lagt mikla vinnu í að kynna sér það
umhverfi, sem hann lýsir, innlent sem erlent. Þannig lýsir
hann Snæfríði í dyngju sinni í Bræðratungu, þar sem hún
situr og saumar myndir úr fornum hetjusögum á borða.
Húsmunum og öðrum hlutum umhverfis hana er ekki gleymt.
Sérstaklega nákvæm er lýsingin á látúnsslegnum söðli henn-