Skírnir - 01.01.1956, Side 43
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
41
ar og skrautverki hans. (II, 7 og áfram). Hér og víðar verður
þess vart, að Halldór hefir, áður en hann samdi verkið, aflað
sér þekkingar á hannyrðum og smiði fyrri alda. Á fremsta
blaðið í fyrsta handriti Hins Ijósa mans er skrifað: „Athuga
1) landslag og útsýn frá Bræðratúngu 2) gamla stóla, 3)
söðla forna og heiti á einstökum hlutum þeirra 4) um að-
ferðir og orðtæki viðv. spjaldvefnaði."])
Annað dæmi um áhuga hans á því að skapa hið rétta
andrúmsloft kringum persónurnar er lýsingin á hallarskála
Gullinlós höfuðsmanns. Snæfríður hefir leitað uppi sumar-
höll hans og er fylgt inn í skála, þar sem getur að líta vopn,
herbúnað, skjaldarmerki, málverk af riddurum í orrustum
og hjartarhorn, — og ekki má gleyma hinum miklu drykkj-
arkrúsum „með upphleyptu letri, klámvísum og guðsorði á
þýsku“. Á borði liggur — ásamt Biblíunni með eirspennslum
— þykk „lækníngabók við sjúkdómum hrossa“ og ofan á
henni tveir glófar og hundasvipa og bera vitni um einka-
áhugamál höfuðsmannsins. (III, 119).
I lokakafia fyrsta bindis líður „Dómhúsið mikla yfir öðr-
um dómhúsum“ fyrir sjónir Jóns Hreggviðssonar, þegar hon-
um er fylgt um bygginguna til dómara sinna. Ytri ásýnd
hússins hlýtur að vekja lotningu: „Trónuðu þar á stöplum
tvö león með ógurlega ásýnd, en gríma ferleg úr steini höggv ■
in yfir dyr, með svip af dýri, manni og andskota. I riðunum
stóðu tröllvaxnir hermenn með alvæpni, stífir einsog stokkar
og settu í brúnirnar." Hinum voldugu mönnum, sem eiga að
ákveða örlög hins íslenzka bónda, er lýst svo:
Kringum eikarborð í miðjum sal sátu þrír eðlamenn í
víðum kápum, með silfurlitaðar hárkollur og stóra kraga,
og einn generáll gullbryddur og gullspeingdur, með gull-
spora, og demanta á sverðshjöltunum, blár í framan, með
skegg svo snúið að broddarnir námu við rauða pokana
undir augunum.
tJti við gluggann „að hálfu í ljósi, hálfu samrunnir skugg-
um hinna þúngu dúka“, stóðu tveir menn og ræddust við;
1) Á síðustu baðsíðu þessa handrits (328) segir, að því hafi verið lokið
á Laugarvatni 17. maí 1944.