Skírnir - 01.01.1956, Page 53
JÓN JÓHANNESSON:
ÓLAFUR KONUNGUR GOÐRÖÐARSON.
í Ynglingatali, sem ort var til heiðurs einhverjum Rögn-
valdi konungi, sennilega á fyrsta fjórðungi 10. aldar, er drep-
ið á helztu æviatriði Ólafs konungs Goðröðarsonar af Vest-
fold í Noregi. Var sá Ólafur konungur faðir Rögnvalds kon-
ungs og virðist hafa verið uppi um miðja 9. öld. í írskum
og skozkum annálum og öðrum heimildum er á hinn bóginn
getið um Ólaf konung Goðröðarson (Amhlaeibh mac God-
fraidh) í Dyflinni, sem herjaði á frland og Skotland á árun-
um 853—871 og eignaðist mikið ríki þar vestra. Er sá Ólafur
talinn Norðmaður. Fræðimenn hlutu að veita nafnalíking-
unni eftirtekt, einkum þar sem báðir Ólafarnir voru Norð-
menn og uppi á sama eða svipuðum tíma, en fáum gat dott-
ið i hug, að hér væri um sama mann að ræða, sökum þess
að tímatal forníslenzkra sagnarita um Vestfoldarkonunga
fellur ekki alveg við tímatal vestrænna heimilda um Ólal
konung í Dyflinni, en þó einkum sökum þess, að langfeðga
töl Ólafs konungs af Vestfold og Ólafs konungs í Dyflinni
eru rakin á mismunandi vegu. Samt sem áður hafa að
minnsta kosti þrír fræðimenn hallazt að þeirri skoðun, að
hér væri um sama konung að ræða, þeir prófessorarnir E.
Wadstein,1 Jan de Vries2 og Jón Steffensen3, án þess að nokk-
ur tengsl virðist hafa verið milli þeirra. Skoðun þeirra hefur
ekki vakið mikla athygli af framangreindum ástæðum, en
hún er þó verð nánari íhugunar, því að reynist hún rétt,
fellur nýtt ljós á hið menningarlega og stjórnmálalega sam-
band milli frlands og Noregs á 9. öld og á tímatal í sögu Vest-
1 Arkiv f. nord. filologi XII (1896), 30—46.
2 [Norsk] Hist. tidsskr. V. Række, B. V (1924), 520—522.
3 Samtið og saga V (1951), 40—45.