Skírnir - 01.01.1956, Side 61
Skírnir
Ölafur konungur Goðröðarson
59
Arinbjarnarkviða),1 og virðist engin ástæða til að efa, að hann
hafi verið bróðursonur Ölafs konungs Goðröðarsonar, eins og
allir hafa verið samsaga um frá dögum Ara prests hins fróða.
Nú skal víkja að þeim rökum, sem hafa einkum þótt mæla
gegn því, að Ólafur konungur af Vestfold og Ölafur konungur
í Dyflinni væru sami maður, tímatali og ættartölum.
Forníslenzkir sagnaritarar gerðu ráð fyrir, að Goðröður
konungur á Vestfold væri nokkru fyrr uppi en samþýðist Goð-
röði, föður Ólafs konungs í Dyflinni. En nú hafa sagnfræð-
ingar komizt að þeirri niðurstöðu, að hinir fornu sagnaritarar
hafi talið Harald konung hinn hárfagra fyrr fæddan en rétt
var, og má þá gera ráð fyrir, að hið sama gildi um Goðröð
konung, afa hans. Virðist þar því ekkert til fyrirstöðu, að Ól-
afamir séu einn og sami maður.
Hin mismunandi langfeðgatöl Ólafanna virðast í fljótu
bragði verri viðureignar. 1 Ynglingatali eru yngstu liðir karl-
leggsins svo, að því er virðist:
Hálfdan (hvítbeinn)
I
Eysteinn
Hálfdan
I
Goðroðr
Óláfr
I
Rognvaldr, sem kvæðið var ort til heiðurs.
Að vísu segir ekki berum orðum í kvæðinu, að sonur sé
jafnan nefndur eftir föður, en svo hefur jafnan verið skilið,
enda væri kvæðið annars endileysa. Það getur ekki haldið að-
eins konungaröð, því að mennirnir, sem nafngreindir eru, voru
ekki konungar í sama landi. Á hinn bóginn verður ekki full-
yrt, nema liðir hafi týnzt úr kvæðinu eða röð þeirra brengl
azt, þar eð kvæðið hefur að líkindum geymzt lengi í minni
1 Smbr. einnig Háleygjatal, sem var ort um Hákon jarl hinn ríka Sig-
urðarson (d. 995). Það er stæling á Ynglingatali, og er eðlilegast að
imynda sér, að Ynglingar hafi verið aðalkeppinautar Hákonar jarls um
völd í Noregi.